Matvælaiðnaður

Ströngum kröfum matvælaiðnaðarins fylgja sérstakar áskoranir. EFLA státar af áratuga reynslu af ráðgjöf og lausnum fyrir drykkjar-, matvæla- og mjólkuriðnaðinn, sem sérhæfir sig í sjálfvirkni, vélbúnaði og hönnun.

Two white tanks on each side of the photo, a bridge connecting the tanks. Snowy mountains in the back covered with clouds

Traustur samstarfsaðili

EFLA hefur um margra áratuga skeið sinnt ráðgjöf, hönnun, sjálfvirkni, framkvæmdaeftirliti og gangsetningum innan matvælaiðnaðarins. Við bjóðum upp á lausnir við þeim fjölbreyttu áskorunum sem matvælaiðnaðurinn stendur frammi fyrir. Reynslan felst meðal annars í ráðgjöf, hönnun kerfa, vali á búnaði, gerð kerfismynda, iðntölvuforritun, gerð skjámyndakerfis, raflagnahönnun, hönnun húsnæðis, innleiðingu viðhaldsstjórnunarkerfa og verkefnastýringu. Fjölbreytt úrval sérfræðinga okkar getur veitt viðskiptavinum sveigjanlega, skilvirka og hagkvæma þjónustu sem er sérsniðin að þörfum þeirra. Öll okkar hönnun og ráðgjöf uppfyllir strangar kröfur um hreinlæti, heilsu og nýtingu afurða.

Gæði og sjálfbærni

Sérfræðiþekking EFLU byggir á breiðum grunni og veitir viðskiptavinum fjölbreyttar og hagkvæmar lausnir. EFLA vinnur öll verkefni með hagkvæmni, skilvirkni og rekstraröryggi viðskiptavina í huga. Við höfum verið leiðandi ráðgjafi í mjólkuriðnaði á Íslandi í áratugi og leyst mörg fjölbreytt verkefni á þeim tíma. Þar sem við leggjum áherslu á gæði og sjálfbærni höfum við vottun í gæðastjórnun (ISO 9001), umhverfisstjórnun (ISO 14001) og vinnuvernd (ISO 45001). Lífsferilsnálgun okkar tryggir lausnir sem eru hagkvæmar, skilvirkar og umhverfisvænar allan líftíma verkefnisins.

Meðal þjónustusviða eru:

 • Verkefnastýring
 • Verkefnaskipulag og eftirlit
 • PLC iðntölvuforritun
 • SCADA skjámyndkerfi
 • Skráning gagnagrunns og rekjanleika
 • Cleaning-in-place (CIP) þvottakerfi
 • Hagræðing núverandi kerfa
 • Hönnun kerfa
 • Val á búnaði og lögnum
 • Gerð kerfismynda
 • Autocad Pland 3D og 4D hönnun
 • Forritun búnaðar og kerfa
 • Viðhaldsstjórnunarkerfi

Öruggari matvælafyrirtæki

EFLA býður upp á margvíslega þjónustu, svo sem viðhaldsþjónustu sem felst einna helst í endurbótum, uppfærslum kerfa og nýframkvæmdum svo eitthvað sé nefnt. Lausnir sem stuðla að skilvirkari kerfum, öruggara vinnuumhverfi og auknu rekstraröryggi skila lægri rekstrarkostnaði og lágmarka birgðaþörf. Matvælaiðnaður framtíðarinnar byggir á sjálfvirkni og hún mun bæta öryggi, hagkvæmni og afköst fyrirtækja.

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU