Sjálfvirkni

EFLA hefur yfir að ráða stærsta teymi landsins við hönnun og innleiðingu stjórnkerfa sem þjónustar stóriðju, virkjanir, matvæla- og fiskvinnslu, byggingar, vatns- og fráveitur og margt fleira.

Factory orange robot at work, located in a warehouse

Að bæta afköst iðnaðarins

EFLA aðstoðar viðskiptavini við að auka afköst sín, öryggi, nákvæmni, rekjanleika, gæði og skilvirkni með stjórnun vélrænna vinnsluferla. EFLA er viðurkenndur samstarfsaðili margra vörumerkja, svo sem Siemens, Rockwell Automation, Schneider Electric o.fl. Meðal lausna sem boðið er upp á er notkun gervigreindar, tauganeta, róbóta og cóbotta sem og annarrar tækni sem hentar fyrir verkefnið til að bæta afköst, skilvirkni og léttir undir með störfum við framleiðsluna.

Sérfræðingar okkar vinna að verkefnum í mörgum löndum og veita fjölþætta þjónustu, svo sem við hönnun og forritun PLC, SCADA og DCS kerfa, gangsetningu og afhendingu, öryggisgreiningu, verkefnastjórnun og eftirlit, svo og við þjálfun rekstrar- og viðhaldsfólks. Við leggjum áherslu á bein samskipti og náið samstarf við viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila allan líftíma verkefnisins.

Nýsköpun í sjálfvirkni

Sérfræðingar EFLU hafa víðtæka reynslu af hönnun iðnstýrikerfa og þjónustu þar að lútandi. Meginhlutverk iðnstýringa er að auka sjálfvirkni og afkastagetu hjá framleiðslufyrirtækjum með það að markmiði að auka framleiðni og tryggja öryggi starfsmanna. Við höfum á að skipa liði yfir 30 sjálfvirkniverkfræðinga, hluti þeirra búa yfir áratuga reynslu. Auk þess hlúum við að næstu kynslóð sérfræðinga með því að ráða nýtt hæfileikafólk. Nýting á tölvutengdri tækni, s.s. stafrænni myndgreiningu, getur verið heppileg við greiningu á ástandi og staðsetningu afurða á flæðilínu. Gervigreind nýtist síðan við að greina samhengið í öllu ferlinu.

Sjálfbærni er kjarninn í starfi okkar. Við leitumst við að finna lausnir sem eru bæði hagkvæmar og umhverfisvænar allan lífsferil verkefnisins. Í samstarfi við viðskiptavini okkar stefnum við í átt að tæknilega háþróaðri, kolefnissnauðri og skilvirkri framtíð.

Meðal þjónustusviða eru:

 • Lausnamiðuð ráðgjöf
 • Þarfagreining
 • Tillögur að úrbótum
 • Vélahönnun
 • Rafmagnshönnun
 • Forritun
 • Uppsetning og samþætting búnaðar
 • Hönnun stýrikerfa
 • Forritun PLC, SCADA og DCS kerfa
 • Gangsetning og afhending
 • Öryggisgreining
 • Verkefnastjórnun
 • Eftirlit
 • Þjálfun rekstrar- og þjónustufólks

Skilvirk sjálfvirkni

Tækniþekking og yfirsýn EFLU tryggir árangur fyrir hvers kyns sjálfvirkniverkefni, óháð því hvaða kerfislausnir verða fyrir valinu. Hvort sem okkar er þörf við að hanna kerfi frá grunni eða skeyta saman kerfum frá mörgum birgjum, erum við reiðbúin að hjálpa. Við hönnum og afhendum stjórnkerfi fyrir fyrirtæki í samræmi við væntingar og aukum þannig öryggi starfsfólks, gæði fyrir viðskiptavini og skilvirkni fyrirtækisins.