Viðhaldsstjórnun

Skynsamlega skipulagt viðhald er hornsteinn þess að hámarka framleiðni og hagkvæmni. Sérfræðingar EFLU aðstoða viðskiptavini sína við uppbyggingu viðhaldsmenningar með hagkvæmri og notendavænni hugbúnaðarlausn ásamt reynslu á sviði viðhalds fasteigna og véla.

Conveyor belt for suitcases, seen from inside the staff area - large trolleys and staff driving around on airport trolleys

Viðhaldsáætlanir sem auðvelt er að fylgja

Flest fyrirtæki gera kröfur um nýtni vélbúnaðar og tækja til að tryggja hámarks framleiðni við notkun þeirra. Fyrirtæki geta forðast ófyrirséðar bilanir og framleiðslustöðvun með tölvutæku viðhaldsstjórnunarkerfi (e. CMMS). Starfsfólk EFLU hefur margþætta reynslu í innleiðingu viðhalds- og stjórnunarkerfa og uppbyggingu gagnabanka. Með áætluðu og reglubundnu viðhaldi á vélbúnaði er líftími framleiðslueininga hámarkaður. EFLA notar 100% skýjalausn sem sparar tíma og pappírsnotkun ásamt því að nota staðlaðar verkbeiðnir sem eru sérsniðnar að hverju fyrirtæki. EFLA uppfyllir strangar kröfur um gæði og sjálfbærni með vottað gæðastjórnunarkerfi (ISO 9001), auk vottunar á umhverfisstjórnunarkerfi (ISO 14001).

Gæði og sjálfbærni

Með skipulögðu og reglubundnu viðhaldi á vélbúnaði má halda ófyrirséðum bilunum í lágmarki. Sérfræðingar EFLU hafa aðstoðað viðskiptavini við innleiðingu á viðhaldsstjórnunarkerfum til að stuðla að breyttu hugarfari starfsmanna. EFLA hefur aðstoðað yfir 30 fyrirtæki við að viðhalda tækjabúnaði í fullri virkni. Viðhaldsstjórnunarlausnin er vænleg til árangurs og skilar sér í lægri viðhaldskostnaði til lengri tíma litið. Viðhaldsstjórnunarkerfi eru jafn misjöfn og þau eru mörg og aðstoðar EFLA við að velja það kerfi sem fellur best að þörfum viðskiptavinarins hverju sinni. EFLA er vottaður samstarfsaðili (e. authorized reseller) Fiix.

Meðal þjónustusviða eru:

  • Notendavænt yfirlit yfir tæki og vélbúnað
  • Uppbygging gagnabanka
  • Utanumhald í viðeigandi hugbúnaði
  • Gerð staðlaðra verkbeiðna, sniðnum að viðeigandi iðnaði
  • Uppsetning viðhaldsáætlana
  • Samþætting viðhaldskerfis og bókhaldskerfis
  • Bilanagreiningar
  • Spár um endingartíma vélhluta
  • Gerð verklýsinga og verklagsreglna
  • Utanumhald á lagerstöðu og varahlutalistum véla

Stöðugt eftirlit

Með því að taka í gagnið vel uppbyggt viðhaldsstjórnunarkerfi má spara fjármuni, takmarka vandræði og auka arðsemi. Þar að auki er viðhald búnaðar óháð mannabreytingum á vinnustaðnum. Kerfið gerir fyrirtækjum kleift að fylgjast með varahlutanotkun og tilgreindum staðsetningum þeirra innan vöruhússins. Sjálfvirkar skýrslur með reglulegu millibili veita stöðugt eftirlit.

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU