Hugbúnaðarþróun

EFLA sérhæfir sig í að þróa forrit fyrir sjálfvirkni ferla, gagnagreiningu, kerfissamþættingu og stafræna umbreytingu þvert á atvinnugreinar.

A black computer keypboard with blue lid up letters, you can se A-S-D and W

Notendavænar lausnir

Starfsfólk EFLU hefur mikla þekkingu og reynslu af þróun á stjórnkerfum, iðnvélum og skjákerfum ásamt öðrum sérsniðnum hugbúnaði. Við sérhæfum okkur í samþættingu og úrvinnslu gagna frá mælitækjum, stjórnbúnaði og gagnagrunnum. Lausnirnar byggjast á sérsmíði og/eða notkun staðlaðra lausna, allt eftir eðli og umfangi verksins. Með betri greiningu og miðlun gagna og hámörkun á skilvirkni vinnuferla er hægt að auka framlegð og minnka sóun. EFLA starfar með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins og býr til sveigjanlegar lausnir sem falla vel að verkferlum til að styðja við hámarks framlegð, gæði og skilvirkni.

Tækniþekking

EFLA hefur á að skipa sérfræðingum á flestum sviðum sem viðkoma iðnaði og lausnum tengdum stjórnkerfum, mælingum, fjarskiptum, gagnagrunnum og gagnaúrvinnslu. Veflausnir EFLU auðvelda miðlun upplýsinga til hagsmunaaðila og birta þær með skýrum hætti í tölvum, snjalltækjum og á vefmiðlum. Með því að nýta mælitækni til fullnustu má safna saman gögnum og greina úr þeim verðmætar upplýsingar sem geta dregið úr rekstrarkostnaði og aukið framleiðni.

Meðal þjónustusviða eru:

Framleiðslukerfi byggir á Gagnabrú EFLU sem er hugbúnaðarkjarni sem tengir saman ólík kerfi, samstillir og greinir gögn, ásamt því að draga fram upplýsingar í rauntíma

 • Móttaka, úrvinnsla, pökkun, afhending með fullum rekjanleika
 • Vefgáttir til að miðla upplýsingum
 • Sjálfvirkar skýrslur, m.a. fyrir nýtingu hráefna mælinga á afköstum
 • PowerBI skýrslur
 • Hitaeftirlit
 • Myndgreining
 • Umhverfis- og loftgæðamælingar
 • Þráðlausar mælingar
 • Öflug Windows-forrit með sjálfvirkri uppfærslu og netdreifingu
 • Möguleikar á viðmóti í appi og á vef
 • Öflugar aðgangsstýringar
 • Flutningur á gögnum yfir í Excel til frekari úrvinnslu
 • Tengingar við PowerBI, NAV, DK, Innova, Fiix og fleiri kerfi
 • Landupplýsingakerfi þar sem Gagnaland EFLU er kjarninn
 • Gagnageymslur fyrir landupplýsingar og miðlun þeirra
 • Vistun og miðlun teikninga og skjala
 • Mæligögn
 • Þrívíddargögn
 • Loftmyndir og magnmælingar
 • Lóðablöð
 • Kortasjár

Ákjósanlegur árangur

EFLA býður upp á öflugar sérsniðnar hugbúnaðarlausnir sem auka skilvirkni í rekstri, auðvelda upplýsta ákvarðanatöku og auka vöxt fyrirtækja. Undanfarinn áratug hefur EFLA sérhannað veflausnir fyrir hina ýmsu viðskiptavini, svo sem Norðurál, Jarðboranir, Lýsi, Akraborg og MS. Notendavænar lausnir okkar koma til móts við alla hagsmunaaðila.

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU