Inni í gagnaveri.

Verne Global gagnaver

ReykjanesbærIðnaður

EFLA tók þátt í framkvæmdum við stækkun gagnavers Verne Global, stærsta gagnaver á Íslandi, og sá um alverktöku varðandi hönnun, forritun og uppsetningu á stjórnkerfi fyrir kælikerfi í gagnaverið.

Viðskiptavinur
 • Verne Global
Þjónustuþættir
 • Verkefnastjórnun

Um hvað snýst verkefnið

EFLA sá um alverktöku fyrir stjórnkerfi kælingar (Mechanical Control System) og réð til sín rafverktaka í undirverktöku til smíða á stjórnskápum, raflagna og uppsetningar á búnaði. EFLA sá um innkaup á öllum stjórnbúnaði fyrir stjórnkerfið þar með talið öllum jaðarbúnaði og stýrivélum.

Verkefni EFLU snérist um að hanna 56 sjálfstæð stjórnkerfi fyrir mismunandi hluta af kælikerfi gagnaversins bæði fyrir gagnasali og stoðkerfi. Valdar voru Siemens 1510SP stýrivélar og ET200SP I/O þar sem hver stýrivél stjórnar ákveðnum jaðarbúnaði, en vélarnar deila á milli sín óskgildum og öðrum upplýsingum til að stjórna kerfinu sem einni heild.

Hlutverk EFLU

EFLA hannaði og teiknaði alla stjórnskápa í kerfinu og stjórnaði framleiðsluferlinu og úttektum á stjórnskápunum.

Einng sá EFLA um hönnun á skjámyndum fyrir Verne sem miðaði að því að auðvelda notendum stjórnun á kerfunum og að auðvelt væri að greina bilanir í undirkerfum sama hvar notandi væri staddur í skoðun kerfis. Einnig voru gerðar flæðimyndir fyrir öll kerfi til að auka skilning notenda á stjórnun mismunandi kerfa og auka yfirsýn yfir orsakir og afleiðingar í stjórnkerfinu.

EFLA forritaði öll kælikerfin samkvæmt ströngustu kröfum um uppitíma og áreiðanleika. Kælikerfunum er stýrt sem ein heild þannig að þau deila á milli sín óskgildum og öðrum stillingum. Ef samskipti milli kerfa rofna getur hvert kerfi gengið áfram sjálfstætt þannig að engin truflun verður á rekstri gagnaversins.

Farið var í gegnum allar þær prófanir á kerfunum sem krafist er í gagnavera iðnaðinum þar með talið 5. stigs IST (Integrated System Test). Ítarlegar FAT (Factory Acceptance Test) var framkvæmt og stjórnkerfið sett upp í hermi og úttektaraðilum var sýnd virkni kerfisins eins raunverulega og hægt var. SAT (Site Acceptance Test) var gert á virkni allra stjórnkerfanna eftir að uppstarti var lokið og að lokum voru öll kerfin prófuð samhliða í IST prófunum.

Þjónustuþættir í verkefninu

 • Alverktaka fyrir stjórnkerfi kælinga
 • Umsjón með undirverktökum
 • Hönnun stjórnskápa kælikerfis
 • Forritun stjórnkerfis (PLC/SCADA(BAS)/HMI)
 • Handbækur
 • Kennslugögn og þjálfun notenda
 • Verkefnastýring
 • Innkaup á búnaði
 • Prófanir FAT, SAT og IST

Viltu vita meira?