Heildarþjónusta fyrir Síldarvinnsluna
FjarðabyggðOrkaIðnaður
EFLA hefur um árabil veitt Síldarvinnslunni hf. heildarþjónustu á sviði rafmagnshönnunar fyrir afldreifingu og iðnaðarstýringu. EFLA hefur komið að verkefnastýringu og ráðgjöf vegna orkukaupa fyrir fiskmjölsverksmiðjur og fiskiðjuver fyrirtækisins.
Um hvað snýst verkefnið
Verkefnastýring framkvæmda sem snúa að afldreifingu og innleiðingu á nýjum og/eða endurbættum sjálfvirkniferlum og vegna notkunar á rafmagni í stað olíu. Hönnun og forritun sjálfvirkniferla, aðstoð við val á tækja- og nemabúnaði, hönnun á skjákerfisviðmóti.
Verkefnastýring á stærri framkvæmdum tengdum afl- og stýrikerfum. Ráðgjöf til verkkaupa og samskipti við orkusölufyrirtæki og Landsnet vegna samninga um orkukaup og afhendingu.
Hlutverk EFLU
- Alhliða rafmagnshönnun
- Hönnun, forritun og uppsetning á stjórn- og eftirlitskerfum
- Hönnun véla- og vinnslukerfa
- Hönnun stýringa fyrir hreinsikerfi
- Ráðgjöf um orkunýtingu og orkumál ásamt þátttöku í samningum við söluaðila
- Almenn ráðgjöf til verkkaupa