Verksmiðja við hafið.

Heildarþjónusta fyrir Síldarvinnsluna

FjarðabyggðOrkaIðnaður

EFLA hefur um árabil veitt Síldarvinnslunni hf. heildarþjónustu á sviði rafmagnshönnunar fyrir afldreifingu og iðnaðarstýringu. EFLA hefur komið að verkefnastýringu og ráðgjöf vegna orkukaupa fyrir fiskmjölsverksmiðjur og fiskiðjuver fyrirtækisins.

Viðskiptavinur
 • Síldarvinnslan hf.
Verktími
 • Viðvarandi
Þjónustuþættir
 • Raflagnahönnun
 • Sjávarútvegur
 • Skjákerfi

Um hvað snýst verkefnið

Verkefnastýring framkvæmda sem snúa að afldreifingu og innleiðingu á nýjum og/eða endurbættum sjálfvirkniferlum og vegna notkunar á rafmagni í stað olíu. Hönnun og forritun sjálfvirkniferla, aðstoð við val á tækja- og nemabúnaði, hönnun á skjákerfisviðmóti.

Verkefnastýring á stærri framkvæmdum tengdum afl- og stýrikerfum. Ráðgjöf til verkkaupa og samskipti við orkusölufyrirtæki og Landsnet vegna samninga um orkukaup og afhendingu.

Hlutverk EFLU

 • Alhliða rafmagnshönnun
 • Hönnun, forritun og uppsetning á stjórn- og eftirlitskerfum
 • Hönnun véla- og vinnslukerfa
 • Hönnun stýringa fyrir hreinsikerfi
 • Ráðgjöf um orkunýtingu og orkumál ásamt þátttöku í samningum við söluaðila
 • Almenn ráðgjöf til verkkaupa

Viltu vita meira?