Fjöll og hólar með vatnsból í kring.

Fráveitumál við Mývatn

MývatnssveitSjálfbærni og umhverfi

EFLA skrifaði um ástand fráveitumála á sjö stöðum á vatnasviði Mývatns og lagði mat á kostnað við aðgerðir til að draga úr áhrifum fráveitanna á lífríki vatnsins.

Viðskiptavinur
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Verktími
  • 2016 - 2017
Þjónustuþættir
  • Fráveitu- og ofanvatnskerfi

Um hvað snýst verkefnið

Lífríki Mývatns er ómetanlegt. Undanfarin ár hefur það látið verulega á sjá vegna óhóflegs bakteríuvaxtar. Það hefur meðal annars orðið til þess að kúluskíturinn, sem er eitt af einkennum vatnsins enda mjög fágætur á heimsvísu, hefur svo gott sem horfið úr vatninu á undanförnum árum. Ein af mögulegum ástæðum þessa eru næringarefni sem berast úr fráveitum.

EFLA tók að sér að skrifa skýrslu um ástand fráveitumála umhverfis vatnið og mögulegar leiðir til úrbóta. Ein slík leið væri að draga úr innstreymi næringarefna í vatnið með aukinni skólphreinsun. Lítil hefð er fyrir svo ýtarlegri skólphreinsun hér á landi svo umfjöllunin í skýrslunni er að hluta byggð á staðfærðri reynslu erlendis frá.

Aukin skólphreinsun er þó ekki eina leiðin til úrbóta. Í skýrslunni var einnig velt upp hugmyndum um söfnun salernisúrgangs en með þeim hætti má endurnýta næringarefni úr skólpi í stað þess að losa þau í fráveitur.

Umhverfismál

Meginmarkmið verkefnisins er að leita leiða til að draga úr áhrifum mannsins á viðkvæma náttúru. Einnig eru almenn sjálfbærnisjónarmið höfð í huga við val á lausnum.

Hlutverk EFLU

  • Könnun á núverandi fráveitukerfi
  • Mat á mögulegum leiðum til úrbóta
  • Mat á kostnaði við lausnir
  • Mat á áhrifum aukinnar hreinsunar skólps á losun næringarefna á vatnasviðinu

Ávinningur verkefnis

Með skýrslunni fæst betri yfirsýn yfir stöðu fráveitumála við Mývatn og mat á kostnaði við að draga úr áhrifum fráveitna á lífríki vatnsins.

Viltu vita meira?