Rafbíll.

Fyrsti sjálfakandi bíllinn á Íslandi

ReykjavíkSjálfbærni og umhverfiSamgöngur og innviðir

EFLA hefur staðið að undirbúningi fyrsta sjálfakandi bílsins á Íslandi fyrir Snjallborgarráðstefnu Reykjavíkurborgar í samstarfi við Heklu, Smyril Line og Autonomous Mobility sem sérhæfir sig í sjálfbærum samgöngulausnum.

Viðskiptavinur
  Verktími
  • 2018
  Þjónustuþættir
  • Fjarskipti
  • Skipulagsmál
  • Umferðargreiningar
  • Umferðarskipulag

  Fyrsta skref innleiðingar

  Ráðgjöf EFLU fólst í leiðarvali og rýni á umferðaröryggi ásamt öðrum undirbúningsþáttum. Snjallborgarráðstefnan fór fram 3. maí 2018 í Hörpu.

  EFLA lítur á viðfangsefnið sem fyrsta skref í innleiðingu sjálfakandi bíla enda um að ræða verkefni sem aldrei hefur verið útfært áður á Íslandi. Um er að ræða sjálfkeyrandi rafmagnsbíl, skutluna Nayva Arma, sem er skilgreind á 4. stigi sjálfsakandi tækni og getur flutt 15 manns í einu, og mun hún flytja farþega eftir 250 metra hringleið fyrir utan Hörpu á Snjallborgarráðstefnunni.

  Skutlan er að fullu sjálfakandi þ.e. keyrir hringleið án bílstjóra, hægir á sér og stöðvar þegar þörf er á og staðnæmist svo að lokum við biðstöð þar sem farþegum er hleypt út og inn. Skutlan notar margþætta skynjaratækni (s.s. LIDAR, myndavél og GPS) til þess að rata leiðina og tryggja öryggi.

  Hvað svo?

  EFLA stefnir á að vinna að framgangi sjálfakandi tækja en hugmyndir um sjálfakandi bíla og skutlur eru mjög spennandi út frá sjónarhóli skipulagsyfirvalda þar sem í þeim geta falist mikil samgöngubót og þar með aukin lífsgæði borgarbúa.

  Hægt er að nota sjálfakandi skutlur á þeim svæðum þar sem almennings­samgöngur í núverandi mynd henta ekki nægilega vel t.d. meðfram göngu- og hjólastígum. Þá gætu skutlurnar tengt betur heimili og áfangastaði við leiðarkerfi strætisvagna og þannig þjónað sem fyrsti eða síðasti kílómetrinn frá biðstöðvum strætó eða Borgarlínu sem einn daginn verða að öllum líkindum sjálfakandi.

  Deilihagkerfi

  Sjálfakandi bílar geta stuðlað að hraðari þróun í deilihagkerfinu þar sem fólk notar sjálfakandi deilibíla og farartæki til þess að komast á milli staða.

  Snjallvæðing og orkuskipti samgangna

  EFLA er virkur þátttakandi í snjallvæðingu og orkuskiptum samgangna og er starfsfólk EFLU þegar byrjað að undirbúa framtíðina í verkefnum tengdum innviðum og deilihagkerfinu. Dæmi um verkefni sem unnin hafa verið:

  • Fjarskiptatengingar við götuljósastaura: Skoðaðar voru þarfir og möguleikar á tengingu ljósastaura með ljósleiðara fyrir framtíðarstýringar-, eftirlits- og fjarskiptakerfi. Reykjavíkurborg, 2018.
  • Innleiðing deilibíla í Reykjavík: Ráðgjöf við stefnumörkun og verklagsreglur deilibíla á borgarlandi. Reykjavíkurborg, 2017.
  • Umferðarupplýsingar til GPS tækja í bílum: Skoðaðir voru möguleikar á innleiðingu kerfis sem sendir umferðarupplýsingar til GPS tækja, t.d. vegna lokana á vegum, vegagerðar, umferðarhnúta og annað sem tafið getur umferð á viðkomandi svæði. Vegagerðin, 2012-2017.
  • Rafbílahleðsla: Stöðumat vegna uppbyggingar rafbílahleðslu. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, 2016.
  • Deiliskipulag rafbílahleðslu: Frumkvöðlar í að skilgreina kröfur um rafbílahleðslu í deiliskipulagi. Deiliskipulagsvinna við Kirkjusand og Vísindagarða. Reykjavíkurborg, 2015-2016.
  • Spá um orkunotkun í samgöngum: Orkuspárnefnd 2017.
  • Áhrif rafbíla á rafdreifikerfi Reykjavíkur: Veitur ohf. 2017.
  • Snjallborgir: Kortlagning á íslenskum fyrirtækjum sem hafa lausnir sem geta talist snjallar, sjálfbærar og lífvænlegar fyrir borgir. Íslandsstofa, 2018.

  Viltu vita meira?