EFLA tekur þátt á tæknideginum á Utmessunni sem verður haldinn á laugardaginn í Hörpu í Reykjavík. Sýningarsvæði EFLU verður við vesturenda Silfurbergs á annarri hæð í Hörpu og bjóðum við öll velkomin að kíkja við.
Tvískipt messa
Þar munu sérfræðingar EFLU kynna Gagnaland og aðrar þjónustur tengdar vefsjám og álíka tækni. Þá verður hægt að skoða myndir og myndbönd frá ýmsum verkefnum sem EFLA hefur unnið að undanförnu í myndmælingum og myndbandagerð.
Utmessunni er skipt í tvennt. Annars vegar er ráðstefna og sýning fyrir fagfólk í upplýsingatækni á föstudegi og hins vegar tæknidagur á laugardegi sem er opinn fyrir öll.
Á ráðstefnunni föstudaginn 2. febrúar eru kynntar nýjungar og það helsta sem er að gerast í tölvugeiranum. Sýningarsvæði UTmessunnar er opið ráðstefnugestum allan daginn og þar verða öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins að sýna það sem hæst ber í tölvutækni.
Á tæknideginum laugardaginn 3. febrúar sýna öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins það sem þau hafa fram að færa á sérstakri tölvusýningu. Sýningin er ætluð öllu fólki sem vill sjá hvað tölvugeirinn hefur upp á að bjóða.
Við vonumst til að sjá sem flest á EFLU básnum á UTmessunni.