Greinargerð um þróun raforkunotkunar

10.04.2024

Fréttir
Borgar að kvöldlagi séð úr lofti.

Teymi orkumálaráðgjafar og endurnýjanlegrar orku hjá EFLU hefur tekið saman greinargerð um þróun raforkunotkunar á Íslandi síðastliðin ár.

Yfirlit yfir raforkumarkaðinn

Greinargerðin veitir yfirlit yfir raforkumarkaðinn og getur m.a. nýst í umræðu um raforkumál. Einnig veitir greinargerðin yfirsýn yfir breytingar á raforkumarkaðnum undanfarinn áratug.

Töluverð aukning hefur verið á raforkunotkun á almennum markaði og í greinargerðinni eru settar fram skýringar á henni. Á síðasta ári var skerðing á afhendingu orku til stórnotenda og er lagt mat á umfang hennar. Einnig eru lykiltölur um stærða markaða birtar og farið yfir stöðu orkuskipta í samgöngum á Íslandi.

Fyrir áhugasöm og þau sem vilja fá kynningu á greinargerðinni skal hafa samband við Ingvar Júlíus Baldursson, ingvar.baldursson@efla.is.