Fréttir


Fréttir: apríl 2018

Fyrirsagnalisti

30.4.2018 : Sjálfakandi bíll kemur til landsins

Rafbíll

Fyrsti sjálfakandi bíllinn á Íslandi verður frumsýndur á Snjallborgarráðstefnu Reykjavíkur fimmtudaginn 3.maí. EFLA hefur staðið að undirbúningi komu bílsins í samstarfi við Heklu, Smyril Line og Autonomous Mobility.

Lesa meira

27.4.2018 : Smávirkjunarkostir í Eyjafirði

Virkjunarkostir í Eyjafirði

Mánudaginn 23. apríl kynnti EFLA skýrslu sem var unnin fyrir Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar um smávirkjunarkosti í Eyjafirði. Kynningin var haldin í Hofi og mættu um 60 manns, þ.á.m. sveitastjórnarmenn, virkjunaraðilar, aðilar frá orkufyrirtækjum og aðrir áhugasamir um virkjanir. 

Lesa meira

24.4.2018 : EFLA tekur þátt í alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu

EFLA is at IGC

Alþjóðleg ráðstefna og sýning um jarðhita, Iceland Geothermal Conference, fer fram í Hörpu dagana 24. – 26. apríl. Ráðstefnan er haldin af Íslenska jarðhitaklasanum sem EFLA er hluti af. Þetta er í fjórða skiptið sem ráðstefnan fer fram og að þessu sinni er áherslan sett á umræðuna um viðskiptaumhverfið og þær áskoranir sem fylgja því að þróa jarðhitatengd verkefni. 

Lesa meira

13.4.2018 : Hljóðvistarráðstefna í Reykjavík

Hljóðráðgjöf EFLU

Ráðstefna BNAM, Baltic-Nordic Acoustics Meeting, um hljóðvistarmál fer fram 15.-18. apríl í Hörpu og hana sækja fagaðilar, nemendur og sérfræðingar á breiðu sviði hljóðtengdra málefna. Starfsmenn EFLU á sviði hljóðvistar taka þátt í ráðstefnunni og flytja erindi ásamt því að vera með kynningarbás.

Lesa meira

9.4.2018 : Norðurorka tekur nýtt skjákerfi í notkun

skjákerfi Norðurorku

EFLA hefur undanfarin misseri verið ráðgjafi Norðurorku, orku- og veitufyrirtækis á Akureyri, varðandi þróun og uppsetningu á nýju skjákerfi sem ætlað er að leysa eldra kerfi af hólmi.

Lesa meira

5.4.2018 : Samfélagssjóður EFLU auglýsir eftir umsóknum

Samfélagssjóður EFLU 2018
EFLA veitir styrki til jákvæðra og uppbyggjandi verkefna sem nýtast samfélaginu og stuðla að fjölbreyttu mannlífi. Auglýst er eftir umsóknum í samfélagssjóðinn og tekið er á móti umsóknum til 22. apríl næstkomandi.  Lesa meira

4.4.2018 : EFLA með tvö erindi á Degi verkfræðinnar

Brú í Hafnarfirði - EFLA

Föstudaginn 6. apríl, verður Dagur verkfræðinnar haldinn á Hilton Reykjavík Nordica. Markmiðið með deginum er að kynna verkfræðina, spennandi störf og verkefni á sviðinu ásamt því að efla tengsl og samheldni innan greinarinnar. Starfsfólk EFLU tekur virkan þátt í deginum og flytja tveir starfsmenn okkar erindi.

Lesa meira