Varnir vörðu möstrin

09.02.2024

Fréttir
Raflínumastur með nýtt hraun allt í kring.

Sérfræðingar EFLU í raforkumannvirkjum hönnuðu varnir í kringum möstur fyrir háspennulínur í svokallaðri Svartsengislínu. Varnirnar skiptu sköpum í eldgosinu sem hófst á fimmtudag á Reykjanesskaga eins og meðfylgjandi myndir sýna vel.

Varnirnar sýndu mikilvægi sit

Þegar fyrsta gosið hófst á Reykjanesskaga hófst vinna við að hanna mögulegar varnir fyrir Suðurnesjalínu 1 ef hraun skyldi flæða í átt að Reykjanesbrautinni. Eftir gosið í desember á síðasta ári hóf Landsnet einnig vinnu við að verja sín möstur í samstarfi við sérfræðinga hjá EFLU.

Þessar varnir sýndu mikilvægi sitt í gær þegar hraun fór að flæða að möstrunum og í kringum þau. Tvö þeirra eru nú umlukin hrauni en varnirnar náðu að verja þær falli.

Starfsfólk EFLU, í samstarfi við Landsnet, vinnur nú einnig að því að útfæra nýja línu yfir svæðið þar sem hraunið rann. Gert er ráð fyrir því að vinnu við það verði lokið á næstu vikum.