Lokaorð
Í þessari ársskýrslur koma fram helstu áherslur fyrirtækisins varðandi samfélagslega ábyrgð og sýna fram á hvernig þessi ábyrgð endurspeglast í verkum, stefnu og framtíðarsýn EFLU. Samfélagsleg ábyrgð og sjálfbærni geta aldrei verið sjálfstæðir eða óháðir hlutar í starfsemi fyrirtækis heldur eru þeir samofnir eðlilegum og heilbrigðum rekstri. Eins eru heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna tengd inn í rekstur og verkefni fyrirtækisins og eru m.a. höfð að leiðarljósi við stefnumörkun EFLU.
