Laus störf

EFLA er framsækið fyrirtæki og hjá okkur starfar metnaðarfullt og áhugasamt starfsfólk í sterkri liðsheild. Við leitum reglulega að hæfileikaríku fólki í fjölbreytt störf, almennt eru lausar stöður auglýstar og eru áhugasamir hvattir til að fylgjast með vefsíðu EFLU. Umsækjendur geta fylgst með stöðu umsóknar fyrir auglýst störf á mínum síðum á ráðningarvef EFLU.


Almennar umsóknir eru geymdar í 6 mánuði og leitað í þeim ef staða losnar en að öðru leyti er þeim umsóknum ekki svarað sérstaklega. 


Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. 


Framkvæmdastjóri EFLU

EFLA auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Við leitum að reyndum leiðtoga sem er tilbúinn að leiða öflugan mannauð fyrirtækisins og hefur eldmóð til að leiða fyrirtækið inn í nýja og spennandi tíma.  

Lesa meira

Sérfræðingur í rafiðn- eða rafmagnsverkfræði

EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum starfsmanni í fullt starf á skrifstofu EFLU Austurlandi á Reyðarfirði. Um er að ræða starf í fagteymi iðnaðar og orku.

Lesa meira

Sumarstörf hjá EFLU 2021

EFLA leitar af efnilegum, hugmyndaríkum og metnaðarfullum verk- eða tæknifræðinemum í sumarstörf með framtíðarvinnu í huga. EFLA leggur áherslu á að veita ungum starfsmönnum tækifæri á að axla ábyrgð í verkefnum og þróast í starfi. 

Lesa meira

Umsókn um starfsnám

EFLA tekur inn nemendur í starfsnám ef svigrúm er til staðar hjá fyrirtækinu.

Lesa meira

Almenn umsókn

EFLA er stöðugt að leita að hæfileikaríku fólki til að slást í hópinn okkar. Hægt er að fylla út almenna umsókn og senda til okkar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt? Nei