Laus störf

EFLA verkfræðistofa er sífellt í leit að hæfileikaríku fólki, sem hefur áhuga á að starfa hjá traustu og áhugaverðu fyrirtæki. EFLA er framsækið fyrirtæki og hjá okkur starfar metnaðarfullt og áhugasamt starfsfólk í sterkri liðsheild.


Starf á fagsviði brúa

EFLA leitar að öflugum starfsmanni á fagsvið brúa, sem tilheyrir samgöngusviði. Viðfangsefnin eru hönnun nýrra brúarmannvirkja á Íslandi og í Noregi, ásamt hönnun styrkinga og greiningu á mannvirkjum í rekstri. Sérstaklega er sóst eftir starfsfólki með reynslu af þrívíðri hönnun og hönnunarstjórnun.

Lesa meira

Starf á fagsviði vega

EFLA leitar að öflugum starfsmanni á fagsvið vega, sem tilheyrir samgöngusviði. Verkefnin snúa að veg- og gatnahönnun, viðhaldi vega, eftirliti með gatnaframkvæmdum og  hönnunarstjórnun.

Lesa meira

Starf á fagsviði umferðar- og skipulags

EFLA leitar að öflugum starfsmanni á fagsvið umferðar- og skipulags, sem tilheyrir samgöngusviði. Um er að ræða fjölbreytt verkefni á sviði umferðarskipulags, umferðartækni og forhönnunar mannvirkja með áherslu á reynslu í verkefnastýringu í þess konar verkefnum.

Lesa meira

Sumarstörf 2019

EFLA leitar að efnilegum, hugmyndaríkum og metnaðarfullum háskólanemum í sumarstörf með framtíðarstarf í huga. 

Lesa meira

Almenn umsókn

EFLA er stöðugt að leita að hæfileikaríku fólki til að slást í hópinn okkar. Hægt er að fylla út almenna umsókn og senda til okkar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt? Nei