Eru innivist, sjálfbærni og umhverfisvottanir þér mikilvægar?
EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi sem hefur áhuga á að sérhæfa sig í innivist. Tækifæri til þess að þróast með ört stækkandi teymi í verkefnum sem tengjast umhverfisvottun bygginga, LCA greiningum, byggingareðlisfræði og rakaöryggisverkefnum. Um er að ræða starf á byggingasviði í fagteymi byggingartækni með sérstaka áherslur á innivist og rakaskemmdir.
Hefur þú áhuga á að bæta viðhald bygginga?
EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum sérfræðingi í byggingartækni. Um er að ræða starf á sviði bygginga í fagteymi um byggingartækni. Sem sérfræðingur í byggingartækni fengir þú tækifæri til að starfa í fjölbreyttum verkefnum tengt viðhaldi innan- og utanhúss, svo sem umsjón og eftirliti verklegra framkvæmda, rakaskimunum, ástandsskoðun, gallagreiningu og tillögu að endurbótum, auk verkefnastýringar.
Lesa meiraEru orkuvinnsla og jarðvarmi þér hjartans mál?
Við viljum styrkja teymið okkar enn frekar og leitum að öflugum sérfræðingi á sviði jarðvarma og orkuvinnslu. Starfið verður unnið þverfaglega milli sviða og teyma innan EFLU og er möguleiki að starfa óháð staðsetningu.
Brennur þú fyrir brunaöryggi?
Við leitum að metnaðarfullum og áhugasömum sérfræðingi í brunaöryggi á byggingarsviði EFLU.
Viltu vinna í orku og iðnaði á Austurlandi?
Við leitum að metnaðarfullum og áhugasömum starfskrafti á skrifstofu EFLU Austurlandi í fagteymi iðnaðar og orku. Starfsstöð er á Austurlandi.
Ertu nemi með áhuga á snjöllum samgöngum?
Við leitum að metnaðarfullum og áhugasömum sumarstarfskrafti eða starfsnema til þess að koma að nýsköpunarverkefninu Snjallvæðing samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er frábært tækifæri til að læra af reynslumiklum sérfræðingum og koma að áhugaverðum verkefnum.
Viltu stuðla að góðum vegum?
EFLA leitar að öflugum starfsmanni í teymi Vega og mælinga. Í teyminu starfa sérfræðingar sem sinna fjölbreyttum verkefnum á Samfélagssviði EFLU. Verkefnin snúa að hönnunar- og verkefnastjórnun, vega-, gatna- og stígahönnun, viðhaldi vega, mælingum, ásamt eftirliti með vega- og gatnaframkvæmdum.
Lagna- og loftræstihönnun
EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum starfskrafti, með sérþekkingu í lagna og loftræsihönnun. Um er að ræða starf á byggingasviði í fagteymi lagna- og loftræsikerfa.
Umsókn um starfsnám
EFLA tekur inn nemendur í starfsnám ef svigrúm er til staðar hjá fyrirtækinu.
Lesa meiraAlmenn umsókn
EFLA er stöðugt að leita að hæfileikaríku fólki til að slást í hópinn okkar. Hægt er að fylla út almenna umsókn og senda til okkar.
Lesa meira