Gæðastefna

Helsta hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög. EFLA er framsækið og leiðandi ráðgjafarfyrirtæki sem leggur metnað í að uppfylla væntingar og þarfir viðskiptavina og starfar í samræmi við gildandi lagalegar kröfur.

Fyrirtækið hefur á að skipa starfsfólki sem sinnir verkefnum af hæfni, þekkingu og víðsýni. Í þeirri vinnu eru gildi EFLU, samvinna, hugrekki og traust höfð að leiðarljósi.

EFLA starfar samkvæmt vottuðu gæðakerfi, ISO 9001. Stefnumörkun og stöðugar umbætur eru veigamiklir þættir í rekstri EFLU, sem felur í sér tækifæri til framþróunar og aðlögunar að síbreytilegu viðskiptaumhverfi og tækniþróun.  

Til bakaVar efnið hjálplegt? Nei