Jafnréttis- og jafnlaunastefna

Jafnréttisstefna, Jafnlaunastefna, Jafnrétti, Jöfn laun

Jafnréttis- og jafnlaunastefnu EFLU er ætlað að stuðla að jafnrétti alls starfsfólks, þar með talið að greidd séu sambærileg laun fyrir jafnverðmæt störf.

Þannig uppfyllir EFLA allar lagalegar skuldbindingar um jafnrétti sem og aðrar kröfur sem lúta að sama efni.

Markmið stefnunnar, sem og jafnréttisáætlunar EFLU, er að tryggja sambærileg réttindi, aðstöðu og tækifæri starfsfólks EFLU óháð kyni, trú, þjóðerni, kynþætti, fötlun, kynhneigð eða stjórnmálaskoðunum og koma í veg fyrir mismunun eða áreitni á grundvelli þessara þátta. Stjórnendur bera ábyrgð á að tryggja virka stjórnun sem stuðlar að stöðugum umbótum.
Stefnan nær til alls starfsfólks EFLU hf.

SAMÞYKKI OG GILDISTÍMI

Stefna þessi var samþykkt af stjórn EFLU í ágúst 2021 og gildir í 3 ár frá samþykktardegi.

EFLA hefur fengið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012.

Nánar um gæðavottun EFLU og afrit vottunarskírteina.

Til bakaVar efnið hjálplegt? Nei