Mannauðsstefna

Auðlindir EFLU eru fólgnar í starfsfólki fyrirtækisins, þekkingu og víðtækri reynslu þeirra.

Það er því markmið EFLU að ráða, halda í og efla hæft starfsfólk með öllum tiltækum ráðum. EFLA leggur mikla áherslu á að hjá fyrirtækinu starfi hæft og áhugasamt starfsfólk með víðtæka reynslu og þekkingu.

Allir starfsmenn fyrirtækisins koma fram fyrir hönd þess út á við gagnvart viðskiptavinum og samstarfsaðilum og skulu ávallt vera fyrirtækinu til sóma. Starfsmenn skulu vera ábyrgir í starfi sínu og sýna frumkvæði til framþróunar fyrir fyrirtækið.

Starfsumhverfi

Allir starfsmenn hafa sveigjanlegan vinnutíma innan marka ráðningarsamnings og stuðlar EFLA að því að starfsmenn gæti jafnvægis milli einkalífs og vinnu.

Unnið er í opnum rýmum og skal reynt að taka tillit til næsta manns þegar talað er í síma eða haldnir eru stuttir fundir með því að nota fundar- og símaherbergi sem eru til staðar. Lögð er áhersla á góðan og jákvæðan starfsanda í fyrirtækinu og að starfsmenn sýni hver öðrum virðingu og jákvætt viðmót.

Jafnrétti og samskipti

Við starfsráðningar er leitast við að gæta jafnréttis kynja, kynþátta og trúar, sjá nánar  jafnréttisáætlun EFLU. Ávallt er reynt að koma á móts við þarfir starfsmanna vegna skyldur þeirra gagnvart fjölskyldu sinni.

Hæfasti aðilinn skal ávallt ráðinn. Starfslýsingar eru til fyrir öll störf innan fyrirtækisins. Ávallt er gætt fyllstu virðingar í samskiptum starfsmanna og stjórnenda hvort sem við á um formleg starfsmannasamtöl eða óformleg samskipti á milli starfsmanna.

Starfsþróun – Endurmenntun

EFLA veitir starfsfólki tækifæri til starfsþróunar ásamt endur- og símenntun með starfsmannasamtölum sem fara fram einu sinni á ári. Það er jafnt á ábyrgð starfsmanns og yfirmanns að framfylgja fræðslu og þjálfun hvers og eins starfsmanns.

Móttaka nýrra starfsmanna

Móttaka nýrra starfsmanna skal vera markviss og er mikilvægt að nýjum starfsmanni líði vel frá upphafi. Móttakan skal vera í samræmi við verklagsreglu fyrirtækisins. Nýr starfsmaður skal vera „fóstraður" hjá eldri starfsmanni þar til hann er kominn inn í hið daglega líf í fyrirtækinu. Nýr starfsmaður fær á fyrsta degi gagnlegar upplýsingar um hlutverk sitt og skyldur.

Heilsuefling

EFLU er umhugað um heilsu starfsmanna enda skilar bætt líðan af sér bæði jákvæðari og betri starfskrafti. Árlega styrkir EFLA starfsmenn sína til alls kyns íþróttaiðkunar ásamt því að veita starfsmönnum heilsueftirlit. Árlega er boðið upp á innflúensubólusetningu. EFLA býður starfsmönnum sínum einnig upp á aðstoð við að hætta að reykja.

Öryggisfatnaður

Starfsmenn skulu ávallt uppfylla allar öryggisreglur og öryggiskröfur vegna fatnaður þegar unnið er úti í mörkinni. Úlpur og annar öryggisbúnaður skal ávallt vera til staðar þegar starfsmaður þarf á því að halda. 

- Mannauður er sú þekking sem býr í liðsheildinni -


Til baka


Var efnið hjálplegt? Nei