Samgöngustefna

Með samgöngustefnu sinni vill EFLA stuðla að minni mengun, heilbrigðari lífsháttum og bættri borgarmynd.

EFLA vill vera fyrirmynd fyrirtækja og setja fordæmi þegar kemur að gerð, eftirfylgni og árangri samgönguáætlana. Fyrirtækið stuðlar m.a. að því að starfsmenn hagræði vinnutengdum ferðum þannig að áhrif þeirra á umhverfið verði sem minnst. Einnig er hvatt til og komið á móts við starfsmenn sem vilja nýta sér umhverfisvænni ferðamáta í og úr vinnu.

Framkvæmd og eftirfylgni

Samgönguáætlun er endurskoðuð a.m.k. annað hvert ár en í því felst eftirfarandi.

  • Framkvæma ýtarlega ferðavenjukönnun til að mæla árangur 
  • Leita nýrra leiða við framfylgd stefnunnar
  • Endurskoða markmið og viðmið
  • Skilgreina aðgerðir til að ná settum markmiðum

Þess á milli er fylgst með framgangi áætlunarinnar með styttri könnunum.

Til bakaVar efnið hjálplegt? Nei