Stefnur og vottanir

Hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir sem stuðla að framförum og efla samfélagið, með því að veita alhliða ráðgjöf í verkfræði og tækni, ásamt því að stunda nýsköpun og þróun á tengdum sviðum.

Stefnur EFLU mynda ramma um markmið fyrirtækisins í gæða-, umhverfis- og vinnuverndarmálum.

EFLA starfar samkvæmt vottuðum stjórnkerfum gæða-, umhverfis- og vinnuverndarmála og fylgir alþjóðlegu stöðlunum ISO 9001, 14001 og 45001. Þá hefur fyrirtækið fengið jafnlaunavottun (IST 85). 

Í gæðakerfi EFLU kemur fram stefna þess á afmörkuðum sviðum, þar á meðal mannauðsstefna, jafnréttis- og jafnlaunastefna og samgöngustefna .

Vottunarskírteini EFLU

Gæðastjórnunarkerfi ISO 9001:2015

Umhverfisstjórnunarkerfið ISO 14001:2015

Öryggisstjórnunarkerfi ISO 45001:2018

Jafnlaunavottun ÍST 85:2012

Vistvænn háttur í öllum rekstri

EFLA hefur vistvænan hátt á öllum rekstri í samræmi við ISO 14001-vottun fyrirtækisins. Stjórnkerfið felur í sér greiningu og mat á helstu starfsþáttum, sem hafa áhrif á umhverfið og miðast við að lágmarka eða koma í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif, jafnt í daglegum rekstri og þjónustu sem innkaupum.

Nordic Built og umhverfisvænir valkostir

Í samræmi við stefnu EFLU að vera leiðandi í umræðu um umhverfisvæna valkosti hefur EFLA nú skrifað, fyrst verkfræðistofa á Íslandi, undir sáttmála Nordic Built sem hvetur til þróunar á samkeppnishæfum lausnum í vistvænni mannvirkjagerð.

Markmið Nordic Built verkefnisins er að byggingamarkaðurinn sameinist um að nýta sérþekkingu sína til þess að mæta aukinni eftirspurn eftir vistvænni mannvirkjagerð í heiminum, vera leiðandi í nýsköpun, grænum hagvexti og velferð.

Til bakaVar efnið hjálplegt? Nei