Þjónustustefna EFLU
stefna, þjónusta, þjónustumál, viðskiptavinir
EFLA ætlar að veita framúrskarandi þjónustu sem stuðlar að auknu virði til viðskiptavina. EFLA stefnir að því að vera fyrsta val viðskiptavinarins sem samstarfsaðili í verkefnum. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og skulu þau höfð að leiðarljósi í allri þjónustu.
- Við erum fagleg og áreiðanleg í allri verkefnavinnu og samskiptum við viðskiptavini
- Við erum jákvæð, lipur og kurteis og komum fram af virðingu og heiðarleika
- Við veitum skjóta þjónustu og svörum öllum fyrirspurnum og erindum frá viðskiptavinum hratt og örugglega
- Við vinnum náið með viðskiptavinum að bestu lausnum, sýnum frumkvæði í allri ráðgjöf og erum óhrædd við að leggja til nýjungar til betri árangurs
- Við tökum vel við ábendingum og athugasemdum frá viðskiptavinum, leysum úr málum með skilvirkum hætti og upplýsum um úrbætur
- Við leggjum höfuðáherslu á að öll okkar ráðgjöf stuðli að sjálfbærni, hafi þannig jákvæð áhrif á umhverfið og efli samfélög
Þjónustustefnan er vegvísir fyrirtækis um hvernig EFLA stendur að samskiptum við viðskiptavini.Stefnan styður við aðra stefnumörkun og er liður í því að EFLA verði fyrirmynd þekkingarfyrirtækja og brautryðjandi í úrlausn brýnna samfélagsverkefna.
Hver og einn starfsmaður hjá EFLU er mikilvægur þátttakandi í því að þjónustustefnan verði lifandi vegvísir fram á við. Hjá EFLU er allt mögulegt.
Þjónustustefnan var gefin út í nóvember 2021 og samþykkt af stjórn EFLU 28.10.2021.