UN Global sáttmáli og samfélagsleg ábyrgð

EFLA setur umhverfismál og samfélagslega ábyrgð í öndvegi og vinnur eftir skýrri stefnu þar sem lögð er áhersla á stöðugar umbætur til að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif frá starfseminni.

EFLA fylgir 10 grundvallarviðmiðum Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð sem lúta að mannréttindum, vinnumarkaði, umhverfi og baráttu gegn spillingu.

EFLA leggur mikið upp úr því að veita umhverfisvænni lausnir og veitir öfluga ráðgjöf í umhverfismálum. EFLA hefur skrifað undir Global Compact sáttmála Sameinuðu Þjóðanna og skuldbundið sig til að fylgja 10 grundvallarviðmiðum sáttmálans um samfélagslega ábyrgð.

Þau viðmið snúa að mannréttindum, vinnumarkaði, umhverfi og aðgerðum gegn spillingu.

Eftirfarandi eru hin 10 grundvallarviðmið Global compact sáttmálans

Mannréttindi

  • Fyrirtæki styðja og virða mannréttindi í samræmi við Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu Þjóðanna.
  • Fyrirtæki gerast ekki meðsek í mannréttindabrotum annarra.

Vinnumarkaðurinn

  • Fyrirtæki styðja við félagafrelsi og viðurkenna rétt til kjarasamninga.
  • Fyrirtæki standa gegn allri nauðungar- og þrælkunarvinnu.
  • Fyrirtæki tryggja afnám allrar barnavinnu.
  • Fyrirtæki styðja afnám misréttis til vinnu og starfsvals.

Umhverfi

  • Fyrirtæki styðja beitingu varúðarreglu í umhverfismálum.
  • Fyrirtæki hafa frumkvæði að því að hvetja til aukinnar ábyrgðar gagnvart umhverfinu.
  • Fyrirtæki hvetja til þróunar og nýtingar á umhverfisvænni tækni.

Gegn spillingu

  • Fyrirtæki vinna gegn hvers kyns spillingu, þar með talið kúgun og mútum.

Markmið EFLU með aðild að Global Compact er að tryggja samþættingu, festu og eftirfylgni með samfélagslegum þáttum í starfsemi fyrirtækisins og upplýsingagjöf um framvindu og árangur. Að þessum markmiðum mun fyrirtækið vinna af áræðni og metnaði – því að hjá EFLU er allt mögulegt.

Skoða samfélagsskýrslu EFLUVar efnið hjálplegt? Nei