Um EFLU

EFLA er þekkingarfyrirtæki, með hátt í 50 ára sögu, og veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. 

Hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir, sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög og er samfélagsleg ábyrgð samofin tilgangi fyrirtækisins. Starfsfólkið er verðmætasta auðlind EFLU og hér starfar hæft og reynslumikið fagfólk með yfirgripsmikla þekkingu. Mikilvægur þáttur í starfsemi EFLU er frelsi starfsmanna til frumkvæðis þar sem hæfileikar þeirra njóta sín til fulls. 

Kjarninn í starfi EFLU er vinna að verkefnum fyrir viðskiptavini félagsins. EFLA vinnur náið með viðskiptavinum að framúrskarandi lausnum og leggur metnað sinn í að veita viðskiptavinum og samstarfsaðilum framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf. Starfsumhverfið er krefjandi þar sem ríkar kröfur eru gerðar til þróunar á nýjum aðferðum og lausnum og gegnir því nýsköpun mikilvægu hlutverki í starfseminni.

EFLA hefur í heiðri vistvæna áherslu og sjálfbærni í viðfangsefnum sínum og ber virðingu fyrir samfélagi og umhverfi. 

Meginstarfsemi EFLU er á Íslandi og eru höfuðstöðvar að Lynghálsi 4 í Reykjavík. Lögð er mikil áhersla á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land og eru öflugar starfsstöðvar á Norðurlandi, Suðurlandi, Austurlandi, Vestfjörðum, Reykjanesbæ og Vesturlandi. 

Auk þess starfrækir EFLA dóttur- og hlutdeildarfélög á Íslandi og í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Þýskalandi, Póllandi og Skotlandi.

Saga EFLU 

EFLA og forverar fyrirtækisins eiga sér um 50 ára farsæla sögu. Þann 10. október 2008 var sameining fjögurra verkfræði- og ráðgjafarstofa formlega tilkynnt undir formerkjum EFLU. 

Fyrirtækin sem sameinuðust voru Línuhönnun, RTS verkfræðistofa, Verkfræðistofan AFL og Verkfræðistofa Suðurlands. Síðar hafa bæst í hópinn undir merkjum EFLU; Verkfræðistofa Norðurlands, Verkfræðistofa Austurlands og  Hús og Heilsa. Steinsholt á Hellu er nú einnig að fullu í eigu EFLU auk þess sem EFLA tók núverið þátt í stofnun félagsins Aero Design Global um þjónustu við flugrekstur. Þá bættist Landark, hönnunar- og ráðgjafarfyrirtæki, í hóp EFLU árið 2019. Tækniþjónusta Vestfjarða, staðsett á Ísafirði, varð síðan hluti af EFLU í júlí 2021.

Samhliða hefur EFLA þróað fótfestu, starfsemi og fjölbreytt verkefni víða erlendis, og vinnur í alþjóðlegu umhverfi. EFLA skilgreinir Noreg sem sinn heimamarkað ásamt Íslandi.

Eigendur og stjórn

Eigendur EFLU eru ríflega 100 talsins og starfa allir hjá fyrirtækinu.

Í stjórn EFLU eru Reynir Sævarsson sem er stjórnarformaður, Ingólfur Örn Arnarson, ritari, Heiðrún Ösp Hauksdóttir, Jóhannes Benediktsson og Ragnhildur I.Jónsdóttir.

Sæmundur Sæmundsson er framkvæmdastjóri EFLU.

Stjórn EFLU 2021

Gildi EFLU

Starfsmenn EFLU eru hvattir til að hafa gildi fyrirtækisins að leiðarljósi í öllu sínu starfi, við ákvörðunartöku og í samskiptum við samstarfsfélaga og viðskiptavini. 

Gildin endurspegla þau grundvallarviðhorf og hugmyndir sem liggja að baki fyrirtækjamenningu EFLU.

  • Hugrekki
    Öll verkefni eru áskorun um að finna snjallar lausnir - hjá okkur er allt mögulegt.
  • Samvinna: 
    Við erum samstillt og vinnum náið með viðskiptavinum að framúrskarandi árangri.
  • Traust:
    Við byggjum á öflugri þekkingu, reiðum okkur hvert á annað og stöndum við það sem við segjum.

Skipurit EFLU

Skipurit_IS

Frá 9. júní 2023.


Var efnið hjálplegt? Nei