Hús við sjóinn og bátur liggur við bryggju.

Aðstöðuhús á Borgarfirði Eystri

Borgarfjörður Eystri, HafnarhólmiByggingar

Aðstöðuhús á Borgarfirði Eystri er þjónustubygging sem veitir umgjörð um fjölbreytta starfsemi fyrir ferðamenn, sjómenn og íbúa í nágrenninu.

Viðskiptavinur
 • Borgarfjarðarhreppur
Samstarfsaðilar
 • Andersen & Sigurdsson Arkitektar
Verktími
 • 2017 - 2019
Þjónustuþættir
 • Burðarvirki
 • Byggingarstjórnun
 • Hljóðvistarráðgjöf
 • Hússtjórnarkerfi
 • Hönnun mannvirkja
 • Lagnahönnun
 • Loftræsihönnun
 • Lýsingarhönnun
 • Raflagnahönnun
 • Rafmagns- og tæknikerfi mannvirkja
Húsið við stóran klett.

Ljósmynd: Christopher Lund | www.chris.is

Um hvað snýst verkefnið

EFLA sá um verkfræðihönnun og veitti aðstoð við framkvæmd verksins en arkitektar hússins voru Andersen & Sigurdsson.

Aðstöðuhúsið bætir alla aðstöðu fyrir hafnarstarfsemi og ferðaþjónustuna á svæðinu. Við hönnun hússins var markmið að veita góða upplifum fyrir gesti hússins á öllum þremur hæðum þess, þar sem útsýni til Dyrfjalla og yfir höfnina og Hafnarhólmann skipar stærstan sess. Allt efnisval miðast við einfaldleika og að viðhald verði sem minnst. Byggingin þjónustar sjómenn, heimafólk og ferðamenn og er fjölbreyttri starfsemi á svæðinu fléttað saman á einfaldan en afgerandi hátt í tiltölulega litlu mannvirki.

EFLA sá um eftirfarandi þætti verkefnisins

Burðarvirki

Húsið er á þremur hæðum og útsýnispalli á þaki og er allt burðarvirkið úr steinsteypu, að mestu leyti úr forsteyptum einingum, en þar sem þeim var ekki við komið voru veggir staðsteyptir með forsteyptri veðurkápu. Form hússins gerði útfærslu á þessu samblandi byggingaraðferða krefjandi.

Lagnir og loftræsing

Húsið er hitað með gólfhita og varmadælu sem sækir orku í sjóinn gegnum 400 m langa slöngu, sem hringast undir bryggjunni. Annars er útfærsla lagnakerfa hefðbundin og einföld í anda hússins.

Raflagna- og lýsingarhönnun

Raflagnir í byggingunni eru hefðbundnar innfelldar raflagnir þar sem leitast var við að búnaðurinn félli vel að veggjum og loftum. Við hönnun á lýsingu var leitast við að form byggingarinnar kæmi sem best fram og að möguleikar væri að haga lýsingu eftir uppákomum í húsinu. Útilýsingin er miðuð við að ljósmengun verði sem allra minnst og að lýsingingin trufli ekki upplifun af umhverfinu.

Notað er lýsingaforrit til að stýra lýsingu þannig að hún verði sem best við allar aðstæður. Allir ljósgjafar eru LED.

Aðrir þættir

Starfsfólk EFLU aðstoðaði Borgarfjarðarhrepp við framkvæmd verksins, svo sem við efnisútvegun, samninga við verktaka og eftirlit með framkvæmdum.

Umhverfismál

Skipulag og ásýnd byggingarinnar tók mið af stórbrotinni náttúru staðarins og með fábrotnu efnisvali og einfaldleika í hönnun fellur mannvirkið áreynslulaust að umhverfinu.

Hlutverk EFLU

Ávinningur verkefnis

Byggingin þjónustar starfsemi við höfnina og eitt af meginmarkmiðum byggingarinnar er að tryggja skýr og örugg skil á milli gesta og sjómanna sem eiga sinn daglega gang á hafnarsvæðinu. Fjölbreytt starfsemi, sem rúmar veitingaaðstöðu, sýningarsal, snyrtingar og ýmis stoðrými varðandi hafnarstarsemina, er fléttað saman í eina samstæða heild í tiltölulega litlu mannvirki.

Byggingin, sem er á þremur hæðum, er teningslaga að formi, með stiga sem staðsettur er skáhallandi um miðbik byggingarinnar sem myndar fleygskorin rými að innan og utan með útsýnisstöðum sem snúa í ólíkar áttir frá mismunandi hæðum í húsinu og bjóða upp á fjölbreytilega upplifun í nánum tengslum við umhverfið.

Tilnefning til verðlauna

Byggingin var tilnefnd til hinna virtu Mies van der Rohe verðlauna Evrópusambandsins 2022.

Viltu vita meira?