Björgunarmiðstöð með sjúkra- og slökkviliðsbílum fyrir framan.

Björgunaræfing á Selfossi

SelfossSamgöngur og innviðir

Björgunarfélag Árborgar ásamt EFLU unnu tilraunaverkefni sem fólst í að athuga möguleikann að nota dróna sem var útbúinn hitamyndavél til að leita að fólki á landi og legi.

Viðskiptavinur
  • Björgunarfélag Árborgar
Verktími
  • 2016
Þjónustuþættir
  • Drónar

Um hvað snýst verkefnið

Skipulagðar voru aðgerðir til að leita að sjálfboðaliðum sem tóku þátt í verkefninu í Ölfusá bæði í myrkri og dagsbirtu.

Björgunarsveitamaður í flotgalla fór út í Ölfusá og synti þannig að aðeins sást í höfuðið. Dróninn með hitamyndavélinni leitaði í kjölfarið að manninum og reyndist auðvelt að finna hann og fylgjast með reki hans niður ána.

Niðurstöðurnar voru afar jákvæðar og jafnvel þótt björgunarsveitamaðurinn hafi verið í þykkum flotbúningi náði dróninn greinilega að mæla hitaútstreymi frá honum.

Það sama var upp á teningnum þegar fylgst var með fólki á landi, dróninn gat auðveldlega greint það í nokkur hundruð metra fjarlægð.

Viltu vita meira?