Brú yfir veg.

Brýr við Ring 3

OslóSamgöngur og innviðir

Hönnun á göngu- og hjólastíg, vegum, brúm, meðhöndlun yfirborðsvatns, fyrirkomulagi raf- og fjarskiptakapla í jörð, lýsingu, landmótun, jarðtækni og umhverfistækni ásamt gerð útboðsgagna.

Viðskiptavinur
  • Norska vegagerðin
Verktími
  • 2013 - 2016
Þjónustuþættir
  • Fráveitu- og ofanvatnskerfi
  • Hönnun brúa
  • Umferðarskipulag
  • Verkefnastjórnun

Um hvað snýst verkefnið

Verkefnið felst í endurbótum á göngu- og hjólastíg meðfram Ring 3 í Osló (milli Holmenveien og Gaustad). Samhliða er bætt við strætisvagnaakrein í austurátt á Ring 3 á kaflanum.

Framkvæmdin er liður í að útfæra samhangandi net hjólastíga í Osló, verkefni sem hrundið var af stað af borgaryfirvöldum árið 1999. Strætisvagnaakreinin í austurátt á að leiða til bætts umferðarflæðis fyrir strætisvagna.

Verkefnið felur í sér hönnun á nýjum göngu- og hjólastíg, breytingu á núverandi göngu- og hjólastígakerfi ásamt tveim nýjum brúm og öðrum framkvæmdum á svæðinu. Hönnun á strætisvagnaakrein, strætisvagnastoppum, götulýsingu, lagningu kapla og meðhöndlun á yfirborðsvatni er einning partur af verkefninu ásamt framkvæmd á jarðgrunnsrannsóknum.

Lykiltölur í verkefninu

  • Nýr göngu- og hjólastígur meðfram Ring 3 verður 1 km langur, nýir stoðveggir/hljóðveggir verða 500 m.
  • Ris skole göngubrúin er 90 m löng skástagbrú með kassalaga stálþversniði í fjórum höfum. Heildarbreidd brúarinnar er 4,3 m og meginhafið yfir Ring 3 er 45,2 m.
  • Borgenveien göngubrúin er plötubrú úr járnbentri steinsteypu í einu hafi, 15,4 m. Heildarbreidd brúarinnar er 6,5 m.

Umhverfismál

Umhverfistæknilegar grunnrannsóknir og verklýsingar fyrir meðhöndlun á menguðum jarðefnum var hluti af verkefninu.

Hljóðvistarreikningar og hönnun hljóðvarna var hluti af verkefninu.

Hlutverk EFLU

  • Hönnun á einni skástagbrú með kassalaga stálþversniði, einni steyptri plötubrú og öðrum mannvirkjum á svæðinu.
  • Hönnun á nýju göngu- og hjólastígakerfi ásamt dreni og meðhöndlun á yfirborðsvatni
  • Hönnun á strætisvagnaakgrein og strætisvagnastoppum
  • Útfærsla á flutningi og endurskipulagningu á lögnum og köplum í jörðu
  • Hönnun á lýsingu á svæðinu
  • Umhverfis- og jarðtæknilegar rannsóknir
  • Hönnun á landmótun á svæðinu
  • Framkvæmd hljóðreikninga og hönnun hljóðveggja
  • Gerð útboðsgagna fyrir verkið
  • Eftirlit og ráðgjöf á framkvæmdatíma

Ávinningur verkefnis

Bætt samgöngukerfi fyrir gangandi og hjólandi og notendur almenningsvagna í þessum hluta Osló.

Viltu vita meira?