Byggingar

Æfingarými fyrir Sigur Rós

Hljóðver, Ess err ehf, Hljóðvist, Hljóðver, Vinnuaðstaða

EFLA verkfræðistofa kom að gerð nýs hljóðvers fyrir hljómsveitina Sigur Rós en sérfræðingar hljóðvistarsviðs EFLU útfærðu alhliða hönnun á hljóðvist rýmisins. 

Upplýsingar um verkefnið

Verkkaupi
Ess err ehf

Verktími
2015

Staðsetning
Reykjavík

Tengiliður


    Um hvað snýst verkefnið

    Sigur Rós notar u.þ.b. 300 m2 rými sem helstu vinnuaðstöðu sína frá degi til dags. EFLA var fengin til að koma að alhliða hönnun á hljóðvist rýmisins. Hljóðverið er í gömlu iðnaðarhúsnæði í Reykjavík.

    Þar sem tónlist Sigur Rósar er afar fjölbreytt og að mörgu leyti óhefðbundin var mikil áskorun að stilla upp hönnunarforsendum fyrir hljómburð rýmisins en almennt er heppilegur hljómburður mjög háður því hvers konar tónlist er leikin í rýminu. Stefnt var að hljómburði sem myndi falla vel að kjarnahljómi sveitarinnar en jafnframt vera nægilega hlutlaus til að henta vel fyrir flestar tegundir nútímatónlistar.

    Hönnunarferlið og hljóðvist rýmis


    Hönnunarferlið var þannig að fyrst var hljómburður húsnæðisins mældur áður en ráðist hafði verið í nokkrar aðgerðir varðandi hljóðvist rýmisins. Í kjölfarið var sett upp þrívítt tölvulíkan af rýminu í sérstökum hljómburðarhugbúnaði og líkanið kvarðað eftir niðurstöðum mælinganna. Við hönnun hljómburðarins var síðan stuðst við tölvulíkan en með því að nota slík líkön er hægt að hanna hljómburð með mikilli vissu um áreiðanleika hönnunarinnar. 


    Hannaðar voru fimm mismunandi gerðir hljóðgildra sem hver hafði virkni á afmörkuðum hluta heyranlega tíðnirófsins og er það samspil þessara hljóðgildra sem stjórna hljómburði rýmisins. Þá var heppileg hljóðdreifing í rýminu einnig tryggð. 

    Einnig var veitt ráðgjöf vegna hljóðeinangrunar húsnæðisins en önnur hljóðver eru í sömu byggingu á hæðinni fyrir ofan og því mikilvægt að hafa mjög góða hljóðeinangrun milli rýmanna. Til að bæta hljóðeinangrunina var hannað vel hljóðeinangrandi loft til viðbótar því sem fyrir var og komið fyrir neðan núverandi loft.

    Þá hafði EFLA eftirlit með framkvæmd endurbótanna.

    Langtímaávinningur verkefnis

    Að loknum framkvæmdum fóru fram mælingar á hljóðvist rýmisins og komu niðurstöður mælinganna afar vel út og í samræmi við hönnun EFLU. Þá hafa notendur lýst yfir mikilli ánægju með framkvæmdina.

    Sigurros_studio_2

    Sigurros_studio_4

    Sigurros_studio_4



    Var efnið hjálplegt? Nei