Byggingar

Bláa lónið | Hótel og upplifunarsvæði

Blue lagoon, hótel, Lón

EFLA hefur í gegnum tíðina séð um margs konar verkfræðihönnun fyrir Bláa lónið í Svartsengi. Nýjasta verkefnið er heilsulind og upplifunarsvæði sem byggt er inn í hraunið vestur af núverandi lóni, veitingahús, móttaka og 60 herbergja lúxushótel.

Upplýsingar um verkefnið

Verkkaupi
Eldvörp

Verktími
2013-2017

Staðsetning
Svartsengi á Reykjanesi

Tengiliðir

Um hvað snýst verkefnið

Nýbyggingar Bláa lónsins eru um 8.000 m 2 og þar af um 900 m 2 í lagna- og tæknirýmum neðanjarðar. Aðkoma EFLU að byggingunum var með fjölbreyttum hætti og þar má helst nefna:

Burðarvirki

Burðarvirki eru að mestu úr steinsteypu og stáli en einnig úr áli og timbri. Þrír litir eru af sjónsteypu. Hluti veggja voru forsteyptir og hluti gólfa úr forspenntum plötum.

Þá er hluti þaka úr forsmíðuðum timbureiningum. Húsin eru víða byggð inn í hraunið þannig að hraunklettar verði hluti af húsinu.

Lónslagnir

Hannað var nýtt sjólagnakerfi, þ.e. dreifikerfi og dreifibrunnar til að halda réttu hitastigi á lónum. Var það liður í að tvöfalda stærð baðlóna.

Hönnun á nýrri dælustöð fyrir inndælingu á jarðsjó í baðlón og dælustöð fyrir förgun á öllum jarðsjó frá baðlónum. Samhliða þessu var hannað nýtt sogdælukerfi til að hreinsa öll baðlón með því að dæla kísil á söfnunarstað austur af lónum.

Rafkerfi

Vegna forms hússins og fjölbreyttrar starfsemi var raflagnahönnunin áskorun. Hönnunarþættir tóku til millispennu með nýrri spennistöð, smáspennu og stýrikerfa auk almennrar raflagnahönnunar með samræmingu við aðra verkþætti. 

Lýsingarhönnun og útfærsla var unnin í samvinnu við lýsingarhönnuði Bláa lónsins. Almenn raflögn var boðin út auk hússtjórnarkerfis. Eftirlit með einstökum verkþáttum er unnið í samvinnu við verkkaupa og aðra eftirlitsaðila á staðnum.

Hljóðvist

Mikil áhersla var lögð á hljóðvist í verkefninu. Hljóðvist hefur mikið að segja um upplifun hótelgesta og á það ekki síst við á hóteli þar sem gestir  sækjast sérstaklega eftir hvíld, friði og ró. 

Vegna þessa var mikil áhersla á hljóðdempun og stuttan ómtíma í rýmum hótelsins. Þá var hugað vel að hljóðstigi frá tæknibúnaði og ekki síður að hljóðeinangrun milli rýma og var sérstakt hljóðdeyfigólf notað í þeim tilgangi.

Verkefnastjórnun

Verkefnastjórnun fólst í hönnunarstjórnun allra verkþátta sem hannaðir voru hjá EFLU. Einnig hélt verkefnastjóri EFLU utan um samskipti við verkefnastjóra verkkaupa, arkitekta og lýsingarhönnuði. 

Kostnaðaráætlun var gerð á nokkrum stigum í hönnunarferlinu. Verkefnið er mikil áskorun í verkefnastjórnun þar sem verkefnið er bæði stórt og flókið og hefur tekið töluverðum breytingum á hönnunartíma. Einnig eru gerðar miklar gæðakröfur í þessu verkefni.

Umhverfismál

Hugað var að nánasta umhverfi svæðisins og lögð rík áhersla á að spilla sem minnst hrauni og mosagróðri. Það var m.a. gert með því að afmarka viðkvæmt svæði og koma í veg fyrir aðgang þangað. Þegar jarðvinna á svæðinu hófst var mosavaxið hraun af yfirborðinu sett í geymslu þar til byggingarframkvæmdum lauk en þá var hraunið sett ofan á þök nýbygginganna. 

Hlutverk EFLU

  • Hönnun burðarvirkja og grundunar
  • Hönnun öryggis- og brunavarna
  • Hönnun raf- og stýrikerfa
  • Ráðgjöf um hljóðvist
  • Hönnun lagna og loftræsingar
  • Hönnun vega og plana 
  • Hönnun lónslagna og dælustöðva
  • Aðstoð við verkefnastjórnun og áætlanagerð
  • Umsjón verkefnavefs

Blue LagoonHótel Bláa lónsins í vetrarbúningi.

Bláa LóniðInngangur að heilsulind Bláa Lónsins.

Blue_LagoonHúsnæðið séð utan frá, mosavaxið hraun prýðir umhverfið.

IMG_2772Frá nýju svæði Bláa lónsins, heilsulind og upplifunarsvæði.

Bláa lóniðUmhverfið er einkar glæsilegt.

Bláa LóniðHótelið við Bláa Lónið.

Bláa LóniðHeilsulindin er öll hin glæsilegasta.

Bláa lóniðBláa lónið nýtur mikilla vinsælda.Var efnið hjálplegt? Nei