Byggingar við Nauthólsveg
Braggi, Nauthólsvík, Braggamálið
Reykjavíkurborg ákvað að fara í endurbætur á húsnæði við Nauthólsvík í Reykjavík. EFLA veitti ráðgjöf í verkefninu sem fól meðal annars í sér burðarþols-, loftræsi-, lagna- og lýsingarhönnun.
Upplýsingar um verkefnið
Verkkaupi
Reykjavíkurborg
Verktími
2015 - 2018
Staðsetning
Nauthólsvegur 100
Tengiliðir
Jóhannes BenediktssonByggingartæknifræði B.Sc. Sími: +354 412 6130 / +354 665 6130Netfang: johannes.benediktsson@efla.is
Um hvað snýst verkefnið
Um er að ræða endurnýjun og nýbyggingu auk lóðafrágangs á húsnæði að Nauthólsvegi 100. Samtals eru þetta 450 fermetrar af byggingum frá stríðstímum auk nýrrar tengibyggingar milli svonefnds bragga, fyrirlestrarsals og skemmu. Hlutverk EFLU í verkefninu var ráðgjöf vegna burðarþolshönnunar, loftræsihönnunar, hönnun hita og neysluvatnslagna, raflagnahönnunar, brunahönnunar, hljóðhönnunar, lýsingarhönnunar auk ýmissa ráðgjafar svo sem við undirbúning verksins.
Minjar um hernámsárin
Byggingarnar við Nauthólsveg 100 eru kennileiti og minjar um hernámsárin í Reykjavík og njóta verndar í deiliskipulagi borgarinnar. Húsin voru reist sem gistihús veturinn 1942 til 1943 og var Hótel Winston notað fyrir flugmenn og aðra þá sem áttu leið um Reykjavíkurflugvöll. Húsin voru tekin í notkun 1945. Eftir að flugmálastjórn tók við rekstri flugvallarins var flugvallarhótelið rekið á vegum flugmálastjórnar og nefnt Hótel Ritz. Rekstri hótelsins var hætt 1951. Síðustu ár voru húsin notuð sem óupphitað geymsluhúsnæði á vegum Reykjavikurborgar.
Umhverfismál
Við endurhönnun bygginganna var tekið tillit til ýmissa umhverfisþátta til að koma í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif af nýrri starfsemi á svæðinu.
Verkþættir
Hlutverk EFLU
- Burðarþolshönnun
- Loftræsihönnun
- Hönnun hita- og neysluvatnslagna
- Raflagnahönnun
- Lýsingarhönnun
- Brunahönnun
- Hönnun brunaviðvörunarkerfa
- Ráðgjöf við undirbúning verksins
- Hönnun öryggiskerfa
- Hönnun frárennslislagna
- Hljóðvistarhönnun
Ráðgjöf vegna múrviðgerða og steypurannsókna
Markmið verkefnis
Við endurbyggingu húsanna var leitast við að halda í upprunalegt útlit og því horft til fjölmargra þátta varðandi efnisval og útfærslur. Í byggingunum verður matsölustaður og frumkvöðlasetur fyrir nemendur Háskólans í Reykjavík auk fyrirlestrarsalar. Lóðin umhverfis húsin var einnig standsett með bílastæðum auk opins svæðis fyrir almenning og gesti veitingastaðarins.