Byggingar

Höfuðstöðvar Marel

Um er að ræða verksmiðjuhús með tveggja hæða þjónusturýmum á pöllum.  Verksmiðjuhúsið er nýtt fyrir tækjaframleiðslu Marel en þjónustuhlutinn hýsir tæknirými, skrifstofur verkstjóra, kaffistofur, rafeindaverkstæði, sprautuverkstæði og aðra tengda starfsemi. 

Grunnflötur verksmiðjuhússins er 12.400 m2.

Upplýsingar um verkefnið

Verkkaupi
Marel ehf

Verktími
2001 - 2005

Staðsetning
Austurhraun, Garðabæ

Tengiliðir

Um hvað snýst verkefnið

Undir húsinu er lagnakjallari sem hýsir straumskinnukerfi verksmiðjunnar ásamt öðrum lögnum. Skrifstofuhúsið er þriggja hæða auk kjallara, alls um 4.000 m2.  Heildarstærð hússins með millipöllum og lagnakjallara er um 18.000 m2.

Verkeftirlit var hluti verkefnisins og stóð það út verktímann.  Meðan verkið stóð yfir var hannað og sett upp hússtjórnarkerfi þar sem hægt er að fylgjast með og stýra loftræsi- og lagnakerfum hússins. 

Framkvæmdir hófust árið 2001 og lauk 2003.  Á árinu 2005 var verksmiðjuhúsið stækkað.

Seinni ár hefur EFLA hannað allar breytingar og viðbætur við húsið er varðar lagnir og loftræsingu, rafkerfi, hússtjórnarkerfi, hljóð og bruna.

Hlutverk EFLU

  • Hönnun hússtjórnarkerfis
  • Hönnun loftræsikerfa
  • Hönnun raf- og smáspennukerfa
  • Verkeftirlit á verktíma


Var efnið hjálplegt? Nei