Verksmiðja við ströndina með fjall í baksýn.

Kísilverksmiðja PCC á Bakka

HúsavíkByggingarSamgöngur og innviðir

Árið 2015 hóf PCC byggingu kísilmálmverksmiðju á Bakka norðan við Húsavík. EFLA sá m.a. um hönnun mannvirkja, hönnunar- og byggingastjórn ásamt því að vera hluti af framkvæmdaeftirliti á verkstað.

Viðskiptavinur
  • PCC Bakki Silicon
Verktími
  • 2015 - 2018
Þjónustuþættir
  • Brunahönnun
  • Burðarvirki
  • Byggingarstjórnun
  • Framkvæmdaeftirlit
  • Fráveitu- og ofanvatnskerfi
  • Hljóðvistarráðgjöf
  • Jarðfræði og bergtækni
  • Lagnahönnun
  • Loftræsihönnun
  • Rafmagns- og tæknikerfi mannvirkja
  • Vegir og götur
  • Verkefnastjórnun
  • Verkeftirlit
  • Öryggishönnun
  • Öryggismál í framkvæmdum

Um hvað snýst verkefnið

Verksmiðjan mun framleiða um 32.000 tonn á ári af kísilmálmi í tveimur ofnum sem nota samtals 52 MW afl frá raforkuveri Landsvirkjunar á Þeistareykjum. Verksmiðjan er byggð utan um ofnhús þar sem framleiðslan fer fram en yfir 20 aðrar byggingar umlykja ofnhúsið og styðja við framleiðsluferlið.

EFLA hannaði burðarvirki allra mannvirkja að undanskildu stálvirkjum í ofnhúsi og því sem tengist framleiðslubúnaði verksmiðjunar. Í þeim tilvikum hefur EFLA verið ráðgjafi erlendra hönnuða varðandi jarðskjálftahönnun og hvað varðar íslenskar kröfur og byggingarreglugerð.

Byggingarstjóri EFLU hefur umsjón með öllum framkvæmdum innan lóðar PCC og sinnir m.a. því að verktakar skrái iðnmeistara á hvert verk, að byggt sé samkvæmt hönnun og byggingarreglugerð og að verktakar fari eftir verklýsingum. EFLA sér einnig um allar lögboðnar úttektir byggingarfulltrúa Norðurþings og um gæðaeftirlit fyrir hönd PCC.

PCC kísilmálmverksmiðjan er svokallað "Turn key" verkefni þar sem margir erlendir verktakar koma að verkinu og þarf því að gæta þess að ávallt sé fylgt íslenskri byggingareglugerð og öðru regluverki sem gildir um framkvæmdirnar.

Tveir aðalverktakar voru ábyrgir fyrir uppbyggingu verksmiðjunnar, SMS Group sá um öll framleiðslukerfin og M+W Germany bar ábyrgð á byggingum og framkvæmdum á lóð.

Umhverfismál

EFLA sá um uppsetningu á tveimur umhverfisvöktunarstöðvum í nágrenni verksmiðju PCC. Þar fer fram samfelld vöktun á magni mengungarefna eins og svifryks í andrúmslofti, auk vöktunar á magni helstu þungmálma.

EFLA sér um rekstur mælistöðvanna, sækir öll símæld gögn, greinir þau og vistar í gagnagrunni.

Hlutverk EFLU

EFLA annaðist hönnun, hönnunarstjórn, byggingarstjórn ásamt því að vera hluti stjórnunarteymis á verkstað. Önnur verkefni voru m.a.:

  • Verkefnastjórnun
  • Burðarþolshönnun
  • Lagna- og loftræsihönnun
  • Rafmagnshönnun
  • Veghönnun
  • Veituhönnun
  • Bruna- og öryggismál
  • Hljóðvistarráðgjöf
  • Framkvæmdaeftirlit
  • Framkæmdastýring
  • Öryggismál á verkstað (ÖHU)
  • Jarðtækni
  • Hönnunarstjórn
  • Byggingarstjórn
  • Leyfismál
  • Umhverfisvöktun