Byggingar

Kvikmyndaskóli Íslands

Breyting var gerð á húsnæði Kvikmyndaskóla Íslands sem var upphaflega hannað sem verslunarmiðstöð. Byggingin var aðlöguð að þörfum Kvikmyndaskólans og útbúnar kennslustofur, fyrirlestrasalir, kvikmynda- og hljóðver, bíósalir, mötuneyti, skrifstofur og verkstæði.


EFLA sá um raflagnahönnun og brunahönnun byggingarinnar.

Upplýsingar um verkefnið

Verkkaupi
Kvikmyndaháskóli Íslands

Verktími
2008 - 2017

Staðsetning
Víkurhvarfi, Reykjavík

Tengiliðir

Um hvað snýst verkefnið

Byggingin er alls um 6400 m2  er að mestu steinsteypt. Suðurhlutinn er á þremur hæðum en norðurhlutinn er einnar hæðar bygging með milligólfi. Á milli er tengibygging sem inniheldur m.a. lyftu og stigahús.

Rafkerfi- og lýsingarhönnun var unnin í samráði við arkitekt og verkkaupa. Lýsingu var stýrt með KNX kerfi. Mikið var lagt upp út sveigjanlegri raflögn og vönduðum lausnum.

Brunahönnun EFLU tekur til allrar byggingarinnar og er tekið sérstakt tillit til þess að hún er tekin í notkun í nokkrum áföngum. EFLA annaðist m.a. rýmingar- og brunaútreikninga, hönnun á reyklosunarbúnaði og viðvörunar- og slökkvikerfum ásamt því að annast brunatæknilega ráðgjöf á hönnunar- og byggingartíma.

Byggingin er varin með vatnsúðakerfi, svonefndu misturskerfi, auk bruna­viðvörunarkerfis. Bíósalir og kvikmyndaver eru með vélrænu reykútsogi. Byggingin skiptist í nokkrar brunasamstæður þar sem tekið er tillit til sjálfvirkra slökkvikerfa.

Hlutverk EFLU

  • Hönnun rafkerfa
  • Lýsingarhönnun
  • Brunahönnun

Picture-026

Picture-024


Var efnið hjálplegt? Nei