Isavia | Mat á ræstingum
Isavia Ohf, Flugstöð Leifs Eiríkssonar Keflavíkurflugvelli, BIRK
Isavia ákvað að bjóða út ræstingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar samkvæmt staðlinum INSTA 800 og varð annað fyrirtækið á Íslandi til að fylgja þeim staðli við mat á gæðum ræstingar. Isavia leitaði til EFLU um ráðgjöf við gerð útboðsgagna sem uppfylltu kröfur staðalsins.
Upplýsingar um verkefnið
Verkkaupi
Isavia ohf
Verktími
2016 - 2017
Staðsetning
Flugstöð Leifs Eirkíkssonar (FLE) - Keflavíkurflugvelli
Tengiliður
Anna Kristín Hjartardóttir Arkitekt M.Sc. Sími: +354 412 6039 / +354 665 6039 Netfang: anna.kristin.hjartardottir@efla.is Reykjavík
Um hvað snýst verkefnið
Verkefnið var að skrifa kröfulýsingu um ræstingar á FLE samkvæmt INSTA 800 staðlinum. Verkkaupi vildi að vinna við ræstingar væri gæðamiðuð í stað þess að vera tíðnimiðuð og tryggja góða samvinnu og sameiginlegan skilning á gæðum þjónustunnar.
Erfitt er að leggja mat á gæði ræstinga en aðferðafræði staðalsins tók af allan vafa. Verkkaupi er annað fyrirtækið á Íslandi til að bjóða út ræstingar samkvæmt þessum staðli. Mikil áskorun felst í að skrifa gögn fyrir jafn flókið og lifandi hús sem FLE er með glænýrri nálgun.
Umhverfismál
Í útboðsgögnum er gerð krafa um að bjóðandi/verktaki geti staðfest að hann fylgi umhverfisviðmiðum um vistvæn innkaup (VINN), m.a. með því að vera umhverfisvottaður. Þjónusta verktaka þarf að taka mið af stefnu Isavia í umhverfismálum.
Verkþættir
Hlutverk EFLU
- Ráðgjafi verkkaupa við kröfulýsingargerð
- Gerð kröfulýsingar, tilboðsskrár og kostnaðaráætlunar
- Magntaka og mat á gæðum og tíðni ræstinga í einstökum rýmum
- Gerð yfirlitsteikninga
- Kynning verkefnis, umsjón á útboðstíma, rýni gagna frá bjóðendum
- Umsjón með reglubundu gæðaeftirliti í formi skoðana samkvæmt INSTA 800 en EFLA er með vottað þekkingarstig 3 og 4 í INSTA 800 staðli.
Ávinningur verkefnis
Langtímaávinningur verkefnisins fyrir verkkaupa er að gæði ræstinga í byggingunni verði tryggð, samskipti við verktaka og starfsfólk hans séu góð og tryggt að ekki þurfi sérstakt viðhald í byggingunni vegna lélegrar ræstingar.