Byggingar

Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi

Verkefnið fólst í hönnun á 700 m2 þjóðgarðsmiðstöð með vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk og gestamóttöku með sýningarsal og veitingasölu á Hellissandi fyrir Snæfellsjökulsþjóðgarð.

Upplýsingar um verkefnið

Verkkaupi
Arkís Arkitektar og
Framkvæmdasýslan Ríkiseignir fyrir Umhverfisstofnun

Verktími
2018 – 2022

Staðsetning
Hellissandur

Tengiliður

EFLA sá um brunahönnun, hljóðhönnun, hönnun burðarvirkja og grundunar, hönnun lagna- og loftræstikerfa og um matsvinnu vegna BREEAM umhverfisvottunar.

Byggingin er alls um 700 fermetrar. Framkvæmdir við þjóðgarðsmiðstöðina hófust árið 2019 og hýsir hún sýningu, skrifstofur og aðra aðstöðu Snæfellsjökulsþjóðgarðs. Húsið skiptist í þrennt; til suðurs er Jökulhöfði, sem vísar í Snæfellsjökul sem trónir yfir húsinu, til norðurs er Fiskbeinið sem vísar til fengsælla fiskimiða á svæðinu og í gegnum húsið liggur svo Þjóðvegurinn, en hægt er að ganga þvert í gegnum húsið að innan sem utan.


Þjóðgarðsmiðstöðin var hönnuð af Arkís arkitektum, sem unnu hönnunarsamkeppni árið 2006. Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir hafði umsjón með framkvæmdum.


Var efnið hjálplegt? Nei