Uppsjávarfrystihús Eskju
Frystihús Eskju, Eskja, Sjávarútvegur, Fjarðabyggð, Eskifjörður
Eskja hf. tók í notkun nýtt hátæknivætt uppsjávarfrystihús á Eskifirði. Húsið er 7000 m2 að stærð og eru allir vinnsluferlar sjálfvirkir. Myndgreining hráefnis ásamt snertilausum frystum tryggja hámarksgæði afurða.
EFLA sá um byggingarhönnun fyrir nýtt uppsjávarfrystihús Eskju.
Upplýsingar um verkefnið
Verkkaupi
Eskja hf.
Verktími
jan. 2016 - nóv. 2016
Staðsetning
Fjarðabyggð, Eskifjörður
Tengiliðir
Einar Andresson Rafmagnsverkfræðingur M.Sc. - Svæðisstjóri Sími: +354 412 6068 / +354 665 6068 Netfang: einar.andresson@efla.is Egilsstaðir
Elis Benedikt Eiríksson Byggingarverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6523 / +354 665 6523 Netfang: elis.eiriksson@efla.is Egilsstaðir
Um hvað snýst verkefnið
EFLA sá um alla byggingarhönnun ásamt aðaluppdrætti, forhönnun og rýni stálgrindarhönnunar ásamt samræmingu og ráðgjöf til verktaka og samstarfsaðila. EFLA sá einnig um alla almenna rafmagnshönnun, s.s. fyrir lýsingu, smáspennu- og brunakerfishönnun ásamt forritun og skjámyndakerfi fyrir búnað og kerfi til hliðar við vinnsluferla.
Um er að ræða hönnun uppsjávarvinnsluhúss fyrir Eskju þar sem sjálfvirk vinnsla fyrir frystingu á uppsjávarafurðum fer fram ásamt frystigeymslu afurða.
Verkþættir
Hlutverk EFLU
- Alhliða byggingarhönnun
- Stýringar á búnaði utan vinnslu (hreinsikerfi, sjódælingu o.f.l.)
- Ráðgjöf verkaupa á framkvæmdartíma
- Aðstoð við innkaup á framkvæmdartíma
Ávinningur verkefnis
Með byggingu uppsjávarfrystihúss er Eskja búin að færa frystingu sína á uppsjávarafurðum frá sjó yfir í land og margfalda þar með afköstin. Þannig hefur Eskja aukið atvinnuframboð á svæðinu, bæði hvað varðar framleiðslustörf, iðn- og tæknistörf.