Loftmynd af Hellu á Suðurlandi Íslands

Deiliskipulag fyrir Öldur III á Hellu

HellaSkipulagsmál

Rangárþing ytra vann deiliskipulag fyrir íbúðarsvæði á svokölluðum Öldum III á Hellu. Í tillögunni er gert ráð fyrir misstórum lóðum fyrir einbýlis-, rað- og parhús, á einni til tveimur hæðum.

Viðskiptavinur
 • Rangárþing ytra
Verktími
 • 2017 - 2018
Þjónustuþættir
 • Deiliskipulag
 • Göngu- og hjólastígar
 • Mat á umhverfisáhrifum
 • Skipulagsmál
 • Umferðarskipulag
 • Vegir og götur

Um hvað snýst verkefnið

EFLA var ráðgjafi sveitarfélagsins í verkefninu og sá um gerð tillögu, úrvinnslu og framsetningu skipulagsgagna.

Með deiliskipulaginu er brugðist við þörf á fjölbreyttri stærð íbúðarlóða og íbúða á Hellu.

Markmiðið var að mynda fallega og heilsteypta byggð sem liggur vel í landi og myndar eðlileg tengsl við núverandi byggð. Lóðir eru misstórar og henta mismunandi húsagerðum og stærðum. Leitast var við að tengja hverfið við nærliggjandi byggð og skólasvæðið með góðum gönguleiðum.

Umhverfismál

Bent er á þann möguleika að veita vatni af húsþökum og hörðu yfirborði beint niður í jarðveginn. Koma má fyrir malarpúðum, undir yfirborði lóða, sem getur tekið við yfirborðsvatni í rigningum þannig að vatnið seytli smám saman út í jarðveginn og niður í grunnvatnið.

Sett eru tímamörk á frágang lóða og skilmálar um umgengni.

Hlutverk EFLU

 • Ráðgjafi verkkaupa við gerð deiliskipulags
 • Umsjón með tillögugerð ásamt Rangárþingi ytra
 • Úrvinnnsla og framsetning deiliskipulagstillögu
 • Mat á líklegum áhrifum þeirra framkvæmda sem talið var að gætu haft umtalsverð áhrif á umhverfið

Ávinningur verkefnis

Búið er að skipuleggja fjölbreyttar íbúðarlóðir sem nýtast sveitarfélaginu til úthlutunar og uppbyggingar á næstu árum.

Viltu vita meira?