
Eftirlit með malbikun gatna
ReykjavíkSamgöngur og innviðir
EFLA sá um eftirlit með malbikun gatna og gatnaviðhald fyrir Reykjavíkurborg.
Um hvað snýst verkefnið
EFLA hefur tekið að sér fjöldamörg verkefni við skoðun slitlags gatna og endurnýjun þess ásamt mati á viðhaldsþörf á slitlögum gatna. EFLA hefur auk þess séð um eftirlit með viðhaldsframkvæmdum á slitlögum gatna. Eitt af þeim verkum var eftirlit með endurnýjun malbikaðra slitlaga á götum Reykjavíkur árið 2016. Umfang verksins var endurnýjun slitlaga á tæplega 18 km gatna innan borgarmarka.
Hlutverk EFLU
Hlutverk EFLU var að sjá um samskipti við verktaka og sjá til þess að gæði verksins væru tryggð en einnig að allar kröfur um öryggi við framkvæmdir væru uppfylltar. Utanumhald um kostnað verksins og framkvæmdartíma var einnig hlutverk EFLU.
- 1 / 4
- 2 / 4
- 3 / 4
- 4 / 4