Ferðaþjónusta

Hafrahvammagljúfur | Útsýnispallur

Ferðaþjónusta, Ferðamenn, Pallur, Egilsstaðir

EFLA var fengin til að hanna útsýnispall og stiga við Hafrahvammagljúfur á Austurlandi. Framkvæmdin fékk styrk úr uppbyggingarsjóði ferðamanna.

Upplýsingar um verkefnið

Verkkaupi
Múlaþing

Verktími
2020-2021

Staðsetning
Hafrahvammagljúfur

Tengiliður

Um hvað snýst verkefnið

Hafrahvammagljúfur á Austurlandi er með stærstu og stórfenglegustu gljúfrum landsins og er rétt neðan Kárahnjúkastíflu. Þar sem gljúfrið er hæst er það um 200 metrar og um 8 kílómetrar að lengd. Falleg merkt gönguleið er meðfram gljúfrinu og niður að Magnahelli.

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað (nú Múlaþing) ásamt landeigendum fengu styrk úr uppbyggingarsjóði ferðamanna til að reisa útsýnispall á gilbarminum þar sem gilið nýtur sín best til beggja átta. Einnig var útbúinn stigi utan í kletta niður í Hvammana til að auðvelda aðgengi að Magnahelli og svæðinu þar í kring þar sem núverandi gönguleið þangað getur reynst erfið þar sem hún er bæði nokkuð brött og laus í sér.

EFLA var fengin til að hanna útsýnispallinn og stigann, en verklok eru áætluð sumarið 2021. Smelltu til að skoða þrívíddarmódel af svæðinu.

Hlutverk EFLU

  • Drónaflug og landmæling
  • Hönnun útsýnispalls og stiga
  • Burðarþolshönnun
  • Framkvæmdaráðgjöf

Verkefnið var unnið í samvinnu við sveitarfélagið Múlaþing með styrk frá uppbyggingarsjóði Ferðamannastaða árið 2020.

Ávinningur verkefnis

Útsýnispallinum er ætlað að sporna við fallhættu á brún gljúfursins. Að auki koma stígar til með að bæta aðgengi gesta og auka fjölbreytni gönguleiðarinnar. Framkvæmdin kemur til með að bæta öryggi ferðamanna til muna á stað þar sem skapast geta varasamar aðstæður. 

Hafrahvammsgljúfur - útsýnispallur - hönnun EFLAÚtsýnispallurinn eykur öryggi gesta á svæðinu.

Hafrahvammsgljúfur - útsýnispallur - hönnun EFLAHafrahvammsglúfur er 200 m þar sem það er hæst.



Var efnið hjálplegt? Nei