Lýsingarhönnun | Vetrarhátíð í Reykjavík
Reykjavíkurborg, Myrkraverk, Styttur
Upplýsingar um verkefnið
Verkkaupi
Reykjavíkurborg
Listamaður
Myrkraverk
Lýsingarhönnuðir
Myrkraverk, Kristján Kristjánsson og Arnar Leifsson
Um hvað snýst verkefnið
Á Vetrarhátíð fær magnað myrkrið að njóta sín en hátíðin er öll hin glæsilegasta og fjöldi listamanna, safna og sundlauga taka þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni. Vetrarhátíð er haldin á höfuðborgarsvæðinu og taka öll sex bæjarfélögin þátt í henni. Markmið hátíðarinnar er að lýsa upp, lífga upp á skammdegið og draga fram fegurð borgarinnar í myrkrinu. Fjöldi listamanna tekur þátt í hátíðinni og skapa einstaka stemmningu með fjölbreyttum hætti.
Verkþættir
Hlutverk EFLU
Verkefnið gekk út á að vekja til lífs hinar ýmsu styttur bæjarins og gæða þær lífi með ljósi og hljóðbrellum. Notaðir voru skjávarpar og RGB ljóskastarar auk hljóðkerfis. Verkið vakti verðskuldaða athygli og hlaut mikla umfjöllun í fjölmiðlum.
Tilkomumikil lýsing á styttum borgarinnar.
Tré verða blá með hrífandi lýsingu.
Styttur borgarinnar og nærumhverfi lýst upp með fjölbreyttum hætti.