Snæfellsstofa | Gestastofa á Skriðuklaustri
Vatnajökulsþjóðgarður, Skriðuklaustur í Fljótsdal, Breeam
Gestastofan hýsir þjónustumiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs með sýningar- og kennsluaðstöðu auk rýma fyrir starfsmenn þjóðgarðsins svo sem skrifstofur, geymslur og aðstöðu fyrir þjóðgarðsverði.
Við hönnunina var lögð sérstök áhersla á tengsl byggingarinnar við umhverfið og vistræn sjónarmið voru höfð í hávegum.
Upplýsingar um verkefnið
Verkkaupi
Vatnajökulsþjóðgarður
Verktími
2009 - 2010
Staðsetning
Skriðuklaustur í Fljótsdal
Tengiliður
Helga J. Bjarnadóttir Efna- og umhverfisverkfræðingur M.Sc. - Sviðsstjóri Sími: +354 412 6109 / +354 665 6109 Netfang: helga.j.bjarnadottir@efla.is Reykjavík
Um hvað snýst verkefnið
Burðarvirki hússins er að hluta steinsteypt með sjónsteypuáferð að innan og að utan, þök með torfi og að hluta timburveggir og timburþakeiningar klæddar með kopar. Stór verönd úr timbri er klædd með lerki úr nágrenninu.
Lagna- og loftræsihönnun í verkefninu tók mið af vistvænum sjónarmiðum og var leitast við að hámarka nýtingu á vatni og orku í byggingunni. Húsið er hitað upp með gólfhita og er að mestu náttúrulega loftræst. Einnig var hannað vökvunarkerfi fyrir grænt þak byggingarinnar.
Hljóðvistarhönnun í verkefninu snéri helst að hljóðeinangrun á milli skrifstofurýma og hljóðstigi frá tæknibúnaði byggingar. Þá var einnig hugað að ómtímalengd í þeim rýmum þar sem áhersla var á hljómburð.
Brunavarnir tóku mið af starfseminni og öryggi útfært þannig að mikill fjöldi geti sótt stofuna heim. Í byggingunni eru handvirkur slökkvibúnaður og brunaviðvörunarkerfi.
Umhverfisvottun Snæfellsstofa hefur hlotið vistvæna vottun fyrir fullbúna byggingu skv. alþjóðlega BREEAM vottunarkerfinu. Einkunn vottunar er Very Good. Lögð var áhersla á þætti eins og umhverfis- og úrgangsstjórnun á verktíma, góða innivist, orkunýtni, vatnssparnað, vistvænt val byggingarefna og viðhald á vistfræðilegum gæðum lóðar.
Umhverfismál
Við hönnunina var lögð sérstök áhersla á tengsl byggingarinnar við umhverfið og vistræn sjónarmið höfð í hávegum.
Hlutverk EFLU
- Burðarþol
- Lagnir- og loftræsing
- Hljóðvistarhönnun
- Bruna- og öryggishönnun
- Ráðgjöf vegna vistvænnar hönnunar og BREEAM vottunar í samvinnu við Mott MacDonald
Ávinningur verkefnis
Húsið hefur hlotið BREEAM vottun sem vistvæn bygging og hlaut mannvirkið Steinsteypuverðlaunin 2016.