Ferðaþjónusta

Útsýnispallar við ferðamannastaði

Útsýnispallur, Ferðamannastaður, Vatnajökulsþjóðgarður, Skaftafell, Rangárþing Eystra, Umhverfisstofnun, Grindavíkurbær, Kerfélagið

Á síðustu misserum hafa útsýnis- og göngupallar risið við vinsæla ferðamannastaði á landinu. EFLA hefur komið að hönnun fjölmargra þeirra í samstarfi við arkitektastofur.


Tilgangurinn með útsýnispöllunum er að bæta öryggi ferðamanna og minnka ágang á náttúruna. Síðast en ekki síst má njóta enn betra útsýnis yfir náttúruperlur. 

Tengiliðir


Þau verkefni á sviði útsýnispalla sem EFLA hefur komið að eru meðal annars.

Útsýnispallur við Ófærufoss

Útsýnispallur við Ófærufoss í Eldgjá í Vatnajökulsþjóðgarði var tekinn í notkun árið 2014. EFLA sá um landmælingar og burðarvirki ásamt því að sjá um útboðsgögn. Pallurinn er 12 fm með tröllatröppum þar sem hægt er að tylla sér niður og njóta útsýnisins. 

Pallurinn var hannaður af Arkís arkitektum í samstarfi við Landform og var verkefnið unnið fyrir Vatnajökulsþjóðgarð.

Magnað sjónarspil við Ófærufoss í Eldgjá

Útsýnispallur við Ófærufoss í Eldgjá

ÓfærufossÓfærufoss í Eldgjá

Útsýnispallur við Svartafoss

Við Svartafoss í Skaftafelli hefur verið byggður um 50 fm útsýnispallur sem var tekinn í notkun árið 2016. Ásamt því voru framkvæmdar endurbætur á stígnum upp að fossinum. EFLA sá um landmælingar, burðarvirki og eftirlit ásamt því að hafa umsjón með útboðsgögnum. 

Pallurinn var hannaður af Landmótun arkitektum og var pallurinn unninn fyrir Vatnajökulsþjóðgarð.

Útsýnispallur við Svartafoss í Skaftafelli

Fossinn er vinsælt myndefni ferðamanna

Göngustígur fyrir neðan fossinn

Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Svartafoss

Útsýnispallur við Hundafoss

Við Hundafoss í Skaftafelli var smíðaður útsýnispallur sem var tekinn í notkun sumarið 2017. Einnig var gönguleiðin að fossinum bætt, en leiðin er ein fjölfarnasta gönguleiðin í Skaftafelli. EFLA sá um burðarvirki, landmælingar og ráðgjöf til verkkaupa á framkvæmdartíma. 

Séð yfir útsýnispallinn við Hundafoss

Útsýnispallur við Skógafoss

Árið 2012 var byggður útsýnispallur efst uppi á höfðanum við Skógafoss í Rangárþingi. EFLA sá um burðarvirki, útboð og eftirlit með framkvæmdum, landmælingar ásamt ráðgjöf til verkkaupa. 

Landform hannaði pallinn, verkið var unnið fyrir Rangárþing Eystra.

Leiðin upp að Skógafossi

Glæsilegt útsýni er við tsýnispallinn við Skógafoss

Útsýnispallar og göngupallar við Dettifoss

Um 100 fm útsýnispallur var settur upp við hinn fjölsótta Dettifoss en á háannatíma koma um 2000 gestir að fossinum daglega. EFLA sá um burðarvirki, var með ráðgjöf vegna mælingar á jarðtækniráðgjöf ásamt því að hafa umsjón með útboðsgögnum. 

Landmótun arkitektar hönnuðu pallinn en verkefnið var unnið fyrir Vatnajökulsþjóðgarð.

Dettifoss

Útsýnispallurinn við Dettifoss

Útsýnispallur á ferðamannastaðLíkanmynd frá Landmótun

Útsýnispallur við Dynjanda

Við Hrísvaðsfoss og Göngumannafoss í fossaröð Dynjanda hafa verið settir upp tveir útsýnispallar. Einnig hefur aðstaða á bílastæði verið bætt ásamt því að göngustígur hefur verið lagður að pöllunum. 

EFLA sá um burðarþolshönnun í pöllunum, Landform sá um hönnun pallanna og var verkið unnið fyrir Umhverfisstofnun.

Dynjandi í Arnarfirði

Frá undirbúningsvinnu við útsýnispallinn

Útsýnispallur við Dynjanda. Mynd: Umhverfisstofnun.

Útsýnispallur við Brimketil

Við Brimketil í Grindavík er búið að hanna nýjan útsýnispall. EFLA sá um burðarvirki og útboðsgögn. 

Landmótun hannaði pallinn og var verkefnið unnið fyrir Reykjanes Geo Park og Grindavíkurbæ.

Öruggt burðarvirki við útsýnispallinn við Brimketil. Mynd frá ÍAV

Aðkoman að útsýnispallinum

Brimketill

Stórbrotin náttúrufegurð er við Brimketil og nágrenni Reykjanesvita

Ægifagurt útsýni yfir hafið

Útsýnispallur og drónaflug við Kerið Grímsnesi

Við Kerið í Grímsnesi var útsýnispallur settur upp ásamt því að komið var fyrir tröppum sem liggja niður að vatnsborði kersins. EFLA sá um alla burðarþolshönnun vegna útsýnispallsins ásamt almennri verkfræðiþjónustu. Einnig sá EFLA um landmælingar og hnitsetningar með dróna og útbjó þrívíddarmódel af svæðinu. 

Landmótun sá um hönnun pallsins, verkefnið var unnið fyrir Kerfélagið.

Loftmynd af Kerinu

Útsýnispallurinn hjá Kerinu

Enn fleiri verkefni varðandi uppbyggingu ferðamannastaða eru í bígerð og verður áhugavert að fylgjast með framvindu þeirra í framtíðinni.


Var efnið hjálplegt? Nei