Forhönnun fyrir sorphreinsistöð í Stavanger
StavangerIðnaðurOrka
Verkið fólst í forhönnun og gerð kostnaðaráætlana vegna sorphreinsistöðvar í Sola Stavanger. Byggingin skiptist í móttökusvæði, vinnslusali, hreinsisvæði og lager. Í bygginguna var grunnhannað rafkerfi, neysluvatnskerfi, frárennsliskerfi og hitakerfi.
Um hvað snýst verkefnið
Byggingin er að mestum hluta hituð upp með loftræsikerfi og varin með sjálfvirku vatnsúðakerfi ásamt vatnsbyssukerfi. Einnig eru reyklúgur á þaki hússins vegna hárrar hæðar byggingarinnar. Loftræsikerfið sér um að hita upp mestan hluta af byggingunni ásamt því að flytja óhreint loft í skorstein áður en því er skilað út.
Gert var ráð fyrir þremur dreifispennum í húsinu fyrir vélbúnað og eigin notkun hússins.
Hlutverk EFLU
- Hönnun rafkerfa
- Hönnun neysluvatns- og frárennsliskerfa
- Hönnun hita-, loftræsi- og vatnsúðakerfa