Stór iðnaðarbygging.

Forhönnun fyrir sorphreinsistöð í Stavanger

StavangerIðnaðurOrka

Verkið fólst í forhönnun og gerð kostnaðaráætlana vegna sorphreinsistöðvar í Sola Stavanger. Byggingin skiptist í móttökusvæði, vinnslusali, hreinsisvæði og lager. Í bygginguna var grunnhannað rafkerfi, neysluvatnskerfi, frárennslis­kerfi og hitakerfi.

Viðskiptavinur
  • Mepex
Verktími
  • 2012 - 2013
Þjónustuþættir
  • Hússtjórnarkerfi
  • Loftræsihönnun
  • Raflagnahönnun
  • Rafmagns- og tæknikerfi mannvirkja

Um hvað snýst verkefnið

Byggingin er að mestum hluta hituð upp með loftræsikerfi og varin með sjálfvirku vatnsúðakerfi ásamt vatnsbyssukerfi. Einnig eru reyklúgur á þaki hússins vegna hárrar hæðar byggingarinnar. Loftræsikerfið sér um að hita upp mestan hluta af byggingunni ásamt því að flytja óhreint loft í skorstein áður en því er skilað út.

Gert var ráð fyrir þremur dreifispennum í húsinu fyrir vélbúnað og eigin notkun hússins.

Hlutverk EFLU

  • Hönnun rafkerfa
  • Hönnun neysluvatns- og frárennsliskerfa
  • Hönnun hita-, loftræsi- og vatnsúðakerfa

Viltu vita meira?