Mynd af byggingu.

Gróska | Hugmyndahús

ReykjavíkByggingar

Um er að ræða byggingu sem hýsa mun skrifstofur, veitinga- og kaffihús og þjónustu auk frumkvöðlaseturs. Byggingin er á fjórum hæðum auk bílakjallara.

Viðskiptavinur
 • Sturlugata 6 ehf
Verktími
 • 2016 - 2017
Þjónustuþættir
 • Brunahönnun
 • Burðarvirki
 • Hljóðvistarráðgjöf
 • Kostnaðar- og tímaáætlanir
 • Lagnahönnun
 • Loftræsihönnun
 • Lýsingarhönnun
 • Rafkerfi
 • Raflagnahönnun
 • Verkefnastjórnun

Um hvað snýst verkefnið

Á fyrstu hæð byggingarinnar verður gert ráð fyrir þjónustustarfsemi en skrifstofustarfsemi á efri hæðum. Höfuðstöðvar CCP verða staðsettar á 3. hæð byggingarinnar.

EFLA kom að verkefninu með margvíslegum hætti og sá um eftirfarandi verkþætti:

Verkefnastýring

EFLA annaðist verkefnastýringu sem fól m.a. í sér samræmingarvinnu með Veitum og Vísindagörðum Háskóla Íslands. Hönnunarstýring var í höndum arkitekta.

Burðarvirki

Við hönnun burðarvirkis var lögð rík áhersla á að mæta óskum verkkaupa um hagkvæmni og gæði. Valið var að staðsteypa og eftirspenna plötur en þannig náðist fram hagkvæmt burðarkerfi sem svarar vel þeim kröfum sem flókið form byggingarinnar setti á virkið.

Með nákvæmri greiningu á hegðun byggingarinnar og flæði láréttra krafta vegna jarðskjálfta var unnt að uppfylla óskir verkkaupa um virki þar sem fáir burðarveggir byggingarinnar eru samfeldir frá undirstöðum upp hæð byggingarinnar.

Lagnir og loftræsing

EFLA sá um alla lagna- og loftræsihönnun í mannvirkinu. Verkkaupi gerði miklar kröfur til loftræsingar og því var gert loftgæðalíkan af bygginguni þar sem loftmagn og kæling voru skoðuð m.t.t. loftgæða og hitastigs í hverju rými fyrir sig.

Út frá niðurstöðunum er meðal annars hægt að sjá hversu margar klukkustundir á ári hitastigið fer yfir ákveðnar gráður sem og hæsta hitastig á mesta sólardegi ársins í hverju rými fyrir sig.

Rafmagn

Við rafkerfahönnun var lögð áhersla á sveigjanlega raflögn. Lagnasköft liggja upp húsið á fjórum stöðum. Í þeim er komið fyrir skinnustokkum sem notendur á hæðum geta tengt sig inn á og fengið rafmagn.

Á sambærilegan hátt er gengið frá fjarskiptalögnum. Segja má að öll möguleg rafkerfi séu í húsinu. Á þriðju hæð hússins hefur CCP sínar skrifstofur. Í þeirra skrifstofum er lögð sérstök áhersla á sveigjanlega raflögn þar sem starfsemin getur verið breytileg eftir verkefnum.

Sameign hússins samanstendur af bílakjallara, miðrými hússins, stigagöngum og tæknirýmum. Hússtjórnarkerfi heldur utan um stýrikerfi loftræsingar og lagna allrar sameignar.

Lýsingarhönnun

Við lýsingarhönnun var haft að leiðarljósi að form lýsingarinnar í hverju rými og á hverjum stað henti starfseminni bæði hvað varðar gæði lýsingar og útlit.

Miðrýmið er mikilvæg móttaka fyrir gesti og gangandi og þurfti að taka sérstakt mið af því við hönnun lýsingarinnar. Lýsingarhönnunin innan CCP er afar fjölbreytt. Lýsingunni er stýrt með búnaði frá Dali og KNX.

Hljóðvist

Við hljóðhönnun húsnæðisins var sérstök áhersla lögð á vandaða hljóðvist og huga þurfti sérstaklega að hljóðhönnun opinna skrifstofurýma CCP, miðrýma byggingarinnar og fyrirlestrasalarins.

Hljóðvistarlíkön voru sett upp fyrir öll rýmin og með vönduðum hljóðdeyfilausnum voru ómtímamarkmið allra rýma uppfyllt skv. niðurstöðum útreikninga.

Fyrirlestrasalurinn var hljóðhannaður með það í huga að þar geti farið fram ýmsir viðburðir með breytilegum ómtíma og góðum talgreinanleika.

Hljóðhönnun miðrýmisins miðaði að því að rýmið muni nýtast sem torg með góðri tenginu við starfsemi byggingarinnar þar sem ýmsir viðburðir og starfsemi fara fram.

Brunahönnun

Við brunahönnun var leitast við að tryggja sveigjanleika í notkun með möguleika á að geta leigt út fjölbreyttar stærðir og staðsetningar rýma.

Útreikningar á reykflæði og reykræsingu voru gerðir fyrir miðrými til að lækka kröfur á gler og burðarvirki og um leið tryggja öryggi fólks.

Í bílageymslu voru einnig gerðir útreikningar á rýmingu fólks til að besta flóttaleiðir og útfærslu stigahúsa.

Hlutverk EFLU

 • Verkefnastýring
 • Hönnun burðarvirkja
 • Hönnun raflagna
 • Hönnun lagna- og loftræsingar
 • Hljóðvistarhönnun
 • Brunahönnun

Viltu vita meira?