
Háskólatorg og Gimli
EFLA sá um rafkerfahönnun og hönnun hússtjórnarkerfis í miðpunkti Háskóla Íslands, byggingunum sem kallast Háskólatorg og Gimli. Þangað koma flestir nemendur skólans fyrir fyrirlestra, kaupa bækur eða sækja þjónustu.
Um hvað snýst verkefnið
Íslenskir aðalverktakar unnu hönnunarsamkeppni um verkið og byggðu húsin í alverktöku. Hönnuðir tóku þátt í tilboðsgerðinni með verktakanum, hönnuðu mannvirkin og fylgdu verkinu eftir til enda.
Á Háskólatorgi eru fimm fyrirlestrarsalir, matsalur og eldhús auk skrifstofa stjórnsýslu HÍ. Þangað koma allir nemendur skólans til að sækja fyrirlestra, kaupa bækur í bóksölunni, borða eða sækja þjónustu starfsmanna skólans. Húsið er um 5500 m2 á þremur hæðum.
Gimli hýsir lestrarsali, aðstöðu nemenda á hinum ýmsu námsstigum, starfsaðstöðu kennara, tölvuver og fundarherbergi. Húsið er um 4500 m2 á þremur hæðum.
Alls eru húsin ríflega 10.000 m2 að stærð.
Rafkerfahönnun náði til allra lá- og smáspennukerfa auk hússtjórnarkerfis.
Hlutverk EFLU
- Hönnun raf- og smáspennukerfa
- Hönnun hússtjórnarkerfis
