Borg séð úr lofti.

Hávaðakortlagning 2012–2017

ÍslandSamgöngur og innviðir

Hávaðakortlagning vegna reglugerðar um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005 og tilskipunar 2002/49/EB var framkvæmd fyrir Vegagerðina og ýmis sveitarfélög.

Viðskiptavinur
  • Vegagerðin
Verktími
  • 2012 - 2017
Þjónustuþættir
  • Umferðarhávaði

Um hvað snýst verkefnið

Útreikningar á umferðarhávaða frá stórum götum í ýmsum sveitarfélögum og á vegum Vegagerðarinnar á grundvelli kortlagningar hávaða skv. reglugerð um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005 og tilskipun EU 2002/49/EC. Einnig var til skoðunar hávaði vegna iðnaðarstarfsemi.

Gerðir voru líkanreikningar á umferðarhávaða í hugbúnaðinum SoundPLAN. Hávaðinn var kortlagður og greinargerð um stöðuna lögð fram.

Hljóðstigið Lden var reiknað í fjögurra metra hæð yfir jörð.

Í kjölfarið var gerð aðgerðaáætlun vegna hávaða fyrir sveitarfélögin fyrir árin 2013-2018.

Viltu vita meira?