
Hönnun brúar yfir Úlfarsá
EFLA hefur hannað brú yfir Úlfarsá á Fellsvegi fyrir Reykjavíkurborg. Brúin er eftirspennt plötubrú í þremur burðarhöfum, alls 46 m löng.
Um hvað snýst verkefnið
Fellsvegur er nýr vegur sem tengir Grafarholtið við eystri hluta Úlfarsárdals. Nýi vegurinn mun hlífa íbúum við umferð vinnuvéla í tengslum við frekari uppbyggingu á svæðinu. Þannig eru framkvæmdir hafnar við nýjan skóla, Dalskóla, þar sem EFLA var hluti af vinningsteymi í hönnunarsamkeppni. Einnig stendur til að byggja menningarmiðstöð, almenningsbókasafn og sundlaug í Úlfarsárdal.
EFLA, í samvinnu við Studio Granda arkitekta, hannaði brú yfir Úlfarsá á Fellsvegi fyrir Reykjavíkurborg. Brúin er eftirspennt steinsteypubrú í þremur burðarhöfum, alls 46 m löng. Uppspenna gerir hönnuðum kleift að minnka þversnið og búa til léttari yfirbyggingu. Brúin er hönnuð án þensluraufa sem einfaldar byggingu og viðhald og er í takti við þróun brúarhönnunar í Evrópu.
Umhverfismál
Uppspennt steinsteypa gerir hönnuðum kleift að minnka þversnið brúarinnar og þannig draga úr efnisnotkun og sýnileika og um leið minnka umhverfisfótspor mannvirkisins. Sérstakt tillit var tekið til fiskgengdar í Úlfarsá við hönnun á undirstöðum brúarinnar.
Hlutverk EFLU
- Forhönnun brúar
- Jarðkönnun
- Verkhönnun brúar
- Verklýsing
- Þjónusta á verktíma
Ávinningur verkefnis
Brúin bætir samgöngukerfi í Úlfarsárdal og eflir tengingu Grafarholts við Úlfarsárdalinn þar sem mikil uppbygging á sér stað.
- 1 / 3
- 2 / 3
- 3 / 3