Iðnaður

Endurvinnslan | Talningarvélar

Endurvinnslan fékk EFLU til að endurbæta talningarvélar sem sjá um flokkun og talningu drykkjaríláta. EFLA sá um að forrita og hanna nýjan hugbúnað fyrir talningarvélarnar, færibönd og myndgreiningarbúnað.

Upplýsingar um verkefnið

Verkkaupi
Endurvinnslan

Verktími
2019-2020

Staðsetning
Höfuðborgarsvæði, Selfoss, Reykjanesbær og Akureyri

Tengiliðir

Um hvað snýst verkefnið

EFLA sá um forgreiningu á virkni talningarvéla Endurvinnslunnar og lagði til leið að úrbótum sem fólust meðal annars í nýrri forritun iðntölvu og tengingu við gagnagrunn og greiðslukerfi. Til að sannreyna virkni talningarvélarinnar var slíkri vél komið fyrir í húsnæði EFLU þar sem hún var prófuð og tekin út af verkkaupa. Þegar vélin var tilbúin var hafist handa við að uppfæra aðrar talningarvélar sem Endurvinnslan rekur á móttökustöðum sínum á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi, Reykjanesbæ og Akureyri.

Talningarvélarnar samanstanda af hraðastýrðu færibandakerfi, myndgreiningu og flokkunarkerfi sem flokkar drykkjarílát eftir tegundum í plast, málm eða gler. Notast er við myndgreiningu sem samanstendur af átta samtengdum háhraðamyndavélum sem greina ílátin fyrir flokkun og eftirvinnslu. Þegar ílátin hafa verið flokkuð er þeim blásið af færibandinu með þrýstilofti. Afkastageta talningarvélar er allt að 300 ílát á mínútu. 

EFLA tók að sér að smíða hugbúnað til að stjórna talningarvélum sem að telja og flokka drykkjarumbúðir. Tilboð þeirra og tímaplan stóðst og starfsmenn sem unnu að þessu verkefni voru með yfirgripsmikla þekkingu og komu með gagnlegar útfærslur og hugmyndir.

Mæli hiklaust með þessum snillingum í svona verk.
Helgi Lárusson
Framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar

Hlutverk EFLU

  • Forgreining á virkni véla
  • Forritun iðntölvu
  • Tenging við gagnagrunn og greiðslukerfi
  • Hönnun og forritun notendaviðmóts
  • Uppsetning og prófanir
  • Endurbætur á núverandi virkni
  • Þjónustuaðili fyrir Endurvinnsluna

Ávinningur verkefnis

Aukin gæði flokkunar, lágur viðhaldskostnaður þar sem kerfið er hannað til að lágmarka eftirlit, sjálfvirk greining á bilunum og möguleiki á handvirku inngripi. Þá var sett upp sjálfvirk samstilling véla eftir viðhald og stillingar gerðar aðgengilegar á auðveldan hátt. 

Talningarvélar Endurvinnslunnar


Var efnið hjálplegt? Nei