Iðnaður
Loftræsikerfi | Búrfellsstöð II
EFLA sá um hönnun og forritun stýringa í loftræsikerfi Búrfellsstöðvar II sem var gangsett 2018.
.
Upplýsingar um verkefnið
Verkkaupi
Landsvirkjun
Verktími
2018
Staðsetning
Búrfell í Þjórsá
Tengiliðir
Pétur Már Sigurfinnsson Hugbúnaðarfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6346 / +354 665 6346 Netfang: petur.sigurfinnsson@efla.is Reykjavík
Brynjólfur Smárason Rafmagnstæknifræði B.Sc. Sími: +354 412 6060 / +354 665 6060 Netfang: brynjolfur.smarason@efla.is Reykjavík
Um hvað snýst verkefnið
Verkefnið snérist um að hanna, smíða og herma hugbúnað stýringa fyrir loftræsingu og kælingu rýma/búnaðar í Búrfellsstöð II ásamt uppstarti og prófunum. Einnig sá EFLA um allar stýriteikningar.
Hugbúnaðarþróunin fól einnig í sér vöktun og stjórnun á brunalokukerfi stöðvarinnar sem og reykræsikerfinu.
Búrfellsstöð II
Hlutverk Búrfellsstöðvar II er að styrkja og hámarka nýtingu rennslis Þjórsár við Búrfell, enda nýtir stöðin sama miðlunalón, mannvirki og tengingar við raforkukerfið og Búrfellsstöð I. Stöðin er staðsett 300 metra inn í Sámsstaðaklifi og er uppsett afl hennar 100 MW.
Hlutverk EFLU
- Hönnun á hugbúnaði stýringa og ráðgjöf varðandi vélbúnað
- Smíði á hugbúnaði stýringa
- Stýriteikningar
- Uppstart, prófanir og prófunarskjöl
- Handbók og námskeiðshald fyrir starfsfólk Landsvirkjunar