Lýsingarhönnun | Sýning í Laugardalshöll
Ráðstefna, Laugardalshöll, Verk og Vit
Tengiliður
Arnar Ingólfsson Rafiðnfræðingur Sími: +354 412 6032 / +354 665 6032 Netfang: arnar.ingolfsson@efla.is Reykjavík
Um hvað snýst verkefnið
Verk og vit er sýning fagaðila sem koma að bygginga- og mannvirkjagerð á ýmsum stigum, s.s. sveitarfélög, verktaka, iðnaðar- og þjónustufyrirtæki, hönnuði og ráðgjafa. EFLA var með kynningarbás á svæðinu sem var hannaður að öllu leyti af starfsfólkinu þar með talið hönnun, smíði ásamt lýsingarhönnun bássins.
Viðurkenning fyrir hönnun og útfærslu
EFLA hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir hönnun og útfærslu á kynningarbásnum þar sem lýsingin spilaði stórt hlutverk og vakti verðskuldaða athygli. Sýningarsvæði EFLU þótti sérstaklega áhrifamikið og hafnaði í öðru sæti í samkeppni um athyglisverðasta básinn.
Í umsögn dómnefndar kom fram að sýningarsvæði EFLU einkenndist af hreinleika og litafegurð sem gerði gestum kleift að stíga inn í sína eigin veröld.
Tilkomumikið sjónarspil lýsingar sést í bakgrunni.
„Hreinleiki og litafegurð“ einkenndi bás EFLU samkvæmd umsögn dómnefndar.
Fagurt sjónarspil.
Lýsingarhönnuðir EFLU sáu um að útfæra lýsinguna í kynningarbásnum.