Iðnaður

Stjórnkerfi í steypuskála | Norðurál

Norðurál, ofn 1, steypulína 1, Steypulína

Helsta markmið verkefnisins er að uppfæra rafkerfi og stjórnkerfi við steypulínu þannig að það samræmist gildandi stöðlum Norðuráls.

Upplýsingar um verkefnið

Verkkaupi
Norðurál

Verktími
Mars 2017

Staðsetning
Grundartangi,  Ísland

Tengiliðir

Um hvað snýst verkefnið

EFLA uppfærði stjórnkerfi fyrir Ofn 1 og Steypulínu 1 í steypuskála Norðuráls. Aðrar steypulínur og ofna var þegar búið að uppfæra samkvæmt stöðlum fyrirtækisins. Markmið verkefnisins var að uppfæra stjórnkerfi fyrir Ofn 1 og Steypulínu 1, í steypuskála Norðuráls. Gamalt stjórnkerfi frá '98 var einnig uppfært í nýjustu tækni.

Verkefnið fólst í endurhönnun á afldreifingu vélanna, útskiptum á stýrivél og forritun á nýrri vél auk útskipta á SCADA kerfi og uppfærslu á öryggisbúnaði vélanna samkvæmt stöðlum fyrirtækisins. Stuttur tími var fyrir innleiðingu á nýju stjórnkerfi og því var nýja kerfið hermað ítarlega í hermunarlíkani EFLU. 

Þá var tryggt að stjórnkerfið væri samhæft við stjórnkerfi annarra steypuvéla, stýrivélar og skjákerfi auk þess var vélasamstæðan gerð hæf til samræmingar samkvæmt Evrópustöðlum.

Hlutverk EFLU

  • Hönnun á nýjum afldreifi og stýriskápum
  • Endurteikna rafkerfi vélanna 
  • Endurnýja alla stýringu á steypulínu og ofni


Var efnið hjálplegt? Nei